Veiðigjald skili meiri tekjum

Eitt veiðigjald verður í stað tveggja nú.
Eitt veiðigjald verður í stað tveggja nú. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald verður kynnt eftir helgina, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Þar mun vera lagt til eitt afkomutengt veiðigjald í stað tveggja veiðigjalda nú. Þá mun vera komið til móts við sjónarmið útgerðarinnar en um leið eiga tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldinu að hækka.

Einnig mun eiga að festa í sessi afkomustuðla í staðinn fyrir að miða við þorskígildi. Önnur meginbreyting er sú að taka upp staðgreiðslu á veiðigjaldinu. Í stað þess að það sé lagt á fyrirfram samkvæmt aflaheimildum verði það staðgreitt eftir hverja löndun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »