„Kuldi er ekkert hættulegur“

Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg

Hópur fólks úr Sjósundsfélagi Reykjavíkur hefur síðastliðin þrjú ár farið í svokallað „píslasund“ við Gróttu á föstudaginn langa. Var ljósmyndari mbl.is á svæðinu í gær er fólk tók sprettinn út í ískaldan sjóinn.

„Píslin er sú að við förum út í sjó og syndum en það er enginn pottur þannig við þurfum að hita okkur sjálf eftir á,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, en hún var meðal þeirra sem syntu í sjónum við Gróttu í gær. „Það tekur lengri tíma að hita sig sjálfur og það er smá þjáning í því. En mann líður rosalega vel á eftir.“

Hún segir að hópurinn hafi lent í allskonar veðrum síðustu þrjú árin á föstudaginn langa. „Það var svolítið hvasst í gær og miklar öldur. Það var ekkert hægt að fara rólega út í, aldan kom bara og krækti í okkur. Í fyrra var mikil fjara, það var meira eins og píslarganga. Síðan kom stórhríð á okkur, hálfgert haglél. En þetta er mikil stemmning og okkur finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ragnheiður.

Hún segir að sífellt fleiri taki þátt í sjósundinu á föstudaginn langa. „Fyrst vorum við fjórar, árið eftir vorum við fimm eða sex en í gær vorum við þrettán. Þannig það eru alltaf fleiri að koma. Við erum að reyna að koma á þessari hefð,“ segir Ragnheiður.

Aðspurð hvað það sé sem heilli við sjósund segir Ragnheiður það ýmislegt. „Það er fyrst og fremst útiveran og tengslin við náttúruna. Það er eitthvað gott í hafinu, bæði fyrir líkama og sál. Þetta er ákveðin heilun og hefur góð áhrif á fólk. Kuldi er ekkert hættulegur, við Íslendingar erum svolitlir hitasjúklingar,“ segir Ragnheiður að lokum.

Myndirnar tók Árni Sæberg, ljósmyndari mbl.is

Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa
Sjósund við Gróttu á föstudaginn langa Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina