Hinsegin fræðsla snýst um ást og lífshamingju fólks

María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna 78
María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna 78 mbl.is/Styrmir Kári

„Samtökin 78 byrjuðu að tísta undir myllumerkjunum #verndumbörnin og svo hafði allavega einn aðili notað #hinseginleikinn og við ákváðum að nota það líka, enda átti það vel við,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna 78 í samtali við mbl. 

Ástæðuna fyrir því að þau fóru af stað með tíst undir þessum myllumerkjum sagði María þá að þau vildu vekja athygli á því hversu mikilvægt það sé að vera með virka hinsegin fræðslu í grunnskólum vegna atburða gærdagsins.

Bloggarar fóru á flug

Gylfi Ægisson stofnaði facebook síðu í gær sem hefur það að markmiði að „vernda börn“ gegn hinsegin fræðslu og er hann að mótmæla ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar sem hyggst hefja slíka fræðslu í skólum bæjarins.

„Bloggarar fóru á flug og Útvarp saga var með skoðanakönnun en samkvæmt henni voru rúm 80% andsnúin hinsegin fræðslu í grunnskólum. Við ákváðum að fræða frekar en að fara í manninn. Það er ótrúlega mikilvægt að vera með virka hinsegin fræðslu í skólum einmitt til að vernda börnin.“

María fylgdist með umræðunni í gær af athygli. „Ég þurfti að svara kommentum eins og „getur hinsegin fólk ekki verið út af fyrir sig? Við sem erum venjuleg og lifum venjulegu kynlífi erum ekkert að básúna það út um borg og bí." Svona komment og fleiri eru að misskilja algjörlega út á hvað fræðslan gengur.“

Hvernig geta ást og hamingja verið ljót og óeðlileg?

Hún sagði að fræðslan hafi nákvæmlega ekkert með kynlíf að gera heldur snúist hún um ást og lífshamingju fólks. „Ég skil ekki hvernig ást og hamingja getur verið ljót og óeðlileg, hvernig getur verið ljótt að vera hamingjusamur og elska?“

María hefði óskað þess að hinsegin fræðsla hefði verið í boði þegar hún var í grunnskóla. „Þá hefði ég kannski opnað augun fyrr og ekki verið að rembast við að reyna að vera gagnkynhneigð. Þetta var bara feluleikur og ég vissi alveg að ég væri hinsegin. Maður tók bara þátt í leiknum. Eina fræðslan sem ég, og flestir sem ég þekki, fékk voru fordómar, fúkyrði og eitthvað þannig. Eina sem það hafði í för með sér var að ýta manni ennþá lengra inn í skápinn. Hinsegin fræðsla hefði getað sparað mörg ár af óánægju, sjálfsniðurrifi og í mörgum tilfellum þunglyndi og sjálfsvígshugsunum. Þannig að þetta snýst í kjarnann um lífshamingju fólks.“

Myllumerkið #hinseginleikinn kemur til vegna þess að fólk er að tísta um hluti sem það hefur lent í, sem gagnkynhneigt fólk myndi aldrei lenda í. „Eins og þegar ég og konan mín trúlofuðumst kom frétt um það og fyrsta kommentið var „hvenær kemur X-rated útgáfan?““

María sagði að eina sem Samtökin vildu gera væri að fræða fólk vegna þess að kynhneigð, kynvitund og/eða kyneinkenni er eitthvað sem maður stjórnar ekki. „Það er alveg hægt að bæla hana niður en það er engum til framdráttar og engum líður vel þegar hann bælir niður tilfinningar sínar. Við erum ekkert að meiða fólk með allri ástinni sem við erum að deila.“

Eldri kynslóðir hafa enga fræðslu hlotið. „Ég held að eina leiðin sé að fræða, eina forvörnin gegn fordómum er fræðsla. Við sjáum hversu langt við höfum náð á Íslandi, yfir 3000 manns hafa smellt like á síðuna Verndum börn frá fáfræði.“

Fólk þorir ekki að vera það sem það er

„Þetta snýst um að ég var inni í skápnum allt of lengi og það er fullt af fólki sem þorir ekki að vera það sem það er út af fordómum og fáfræði.“ Þá hefði hinsegin fræðslan komið að gagni og María bætir við: „Í aðalnámskrá grunnskólanna er lögð áhersla á kennslu um jafnrétti. Sumir skólar hafa ekki getað sinnt því og við erum með þjónustusamning við Reykjavíkurborg og komum þá og höldum fræðslu í viðkomandi skóla.“

Einnig er mikilvægt að undirstrika að orðið hinsegin á við um fjölbreytta flóru margra mismunandi hópa og eru Samtökin ‘78 stolt af því að vera regnhlífarsamtök slíkrar flóru. Hinsegin táknar því fjölbreytilegar kynhneigðir á borð við samkynhneigð, tvíkynhneigð, pankynhneigð og asexúal og á við um fjölbreytilega flóru trans fólks og intersex fólks (e. LGBTQPIA+). Þeir fordómar sem hafa komið fram undanfarna daga hafa oftar en ekki nær eingöngu beinst að samkynhneigðum sem að undirstrikar enn meir þá fáfræði og fordóma sem ríkir um hinsegin málefni hérlendis.

„Mér finnst rosalega gaman að sjá þátttöku fólks í þessu twitter-trendi. Þú þarft ekkert að vera hinseginn til að tjá þig, það hafa allir einhverja sögu að segja. Við þurfum að bera virðingu fyrir fjölbreytaleikanum,“ sagði María Rut Kristinsdóttir, varaformaður Samtakanna 78.   

Hér að neðan gefur að líta nokkur tíst til viðbótar undir myllumerkjunum #hinseginleikinn og #verndumbörnin.

mbl.is

Innlent »

Það sem Angela Merkel sagði í dag

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...