Stórt skref stigið í aðgengismálum

Frá fundinum í gær. Fulltrúar SEM og MND félaganna. Á ...
Frá fundinum í gær. Fulltrúar SEM og MND félaganna. Á myndinni má sjá feðginin Árnnýju Guðjónsdóttir og Guðjón Sigurðsson, formann MND félagsins, Arnar Helga Lárusson, formann SEM og Berg Þorra Benjamínsson, varaformann Sjálfsbjargar. ljósmynd/Höskuldur Þórhallson

„Þetta gekk mjög vel og eiginlega vonum framar,“ segir Arnar Helgi Lárusson, formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM), um fund sem samtökin áttu í gær með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Var þar leitast eftir því að þingmenn myndu útbúa þingsályktunartillögu sem sneri að bættu aðgengi og flytja hana fyrir þinginu.

Sett yrði á laggirnar aðgengiseftirlit

„Við vorum að leggja þarna fram og leitast eftir því að sett yrði á laggirnar aðgengiseftirlit líkt og eldvarnareftirlitið og heilbrigðiseftirlitið til dæmis,“ útskýrir Arnar Helgi. „Eins og í byggingarreglugerðum er talað um brunavarnir en svo er sér ákvæði um eldvarnir og eftirlit með því. Aðgengisliðurinn er innan byggingareglugerðar en það er ekkert eftirlit með því.“

Hann segir nefndina hafa sýnt einróma áhuga á því að flytja mál af þessu tagi á Alþingi, og niðurstaðan hafi verið sú að nefndin muni í heild sinni fara með málið. Arnar segist bjartsýnn um það að vinna við þetta fari á fullt á næstunni svo hægt verði að leggja fram þingsályktunartillögu um málið strax næsta haust. „Ef þetta næst fram er það stærsta réttindabarátta sem fatlaðir einstaklingar hafa unnið í 40 ár,“ segir hann. „Ég er í skýjunum yfir þessu og endalaust þakklátur fyrir að hafa fengið að hitta nefndina. Þetta er mikill sigur.

Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir mikinn samhug hjá nefndinni að skoða það sem lagt var á borð hennar í gær. „Við hlustuðum á þá og ætlum að kalla til Mannvirkjastofnun. Það voru hugmyndir uppi um að sömu aðilar og sinna brunaeftirliti gætu sinnt þessu líka, en við erum núna að velta fyrir okkur hvaða leiðir eru bestar; hvort sem það verður þingsályktunartillaga en einhvers konar lagabreyting. Það er ekki komið á hreint en það er vilji hjá nefndinni að vinna mjög hratt og örugglega í því að bæta úr þessu.“

95% húsa á Íslandi óaðgengileg

Arnar segir byggingareglugerðina hafa verið mjög skýra í 36 ár um að aðgengi eigi að vera í lagi, en samt séu 95% húsa á Íslandi óaðgengileg. Á Íslandi séu um sjö þúsund einstaklingar í hjólastól, en slæmt aðgengi sé stærsti parturinn í því að fullgreindir einstaklingar í hjólastólum missi tengsl við ástvini, vini, fjölskyldu, tengdafjölskyldu, vinnumarkaðinn og samfélagið allt í heild sinni.

„Ástæðan fyrir að fólk innilokast er höfnunin frá samfélaginu. Maður er hvergi velkominn og kemst hvergi,“ segir Arnar. „Ef það gleymist til dæmis að hugsa um aðgengi þegar pantaður er salur fyrir fermingu þarf að bera mann inn og þá fer sjálfsvirðingin niður fyrir allt. Ef það er hins vegar pantaður salur með aðgengi og maður kemst ekki þá er maður orðinn vondi karlinn því það kostar meira. Það er alltaf verið að setja fólk í óþægilega stöðu og í sumum tilfellum kjósa fjölskyldur að hætta að bjóða fólki í hjólastól því það er meira vesen. Ég veit til þess að svona lagað hafi tvístrað fjölskyldum.“

Mikilvægt að hætta að útiloka ákveðna hópa frá samfélaginu

Arnar segir aðgengi á Íslandi herfilegt, og fötluðum einstaklingum líði oftar en ekki eins og þeir séu byrði á samfélaginu. „Maður kemst ekki neitt og getur ekki neitt en samt borgar maður sína skatta og fer eftir sínum skyldum. Það er nóg fyrir okkur að berjast við náttúruna og það verða alltaf hindranir á okkar vegi, en það þarf ekki að gera þær erfiðari en þær eru fyrir,“ segir hann og heldur áfram. „Það eru hundruð einstaklinga í þessu samfélagi sem myndu pluma sig vel ef aðgengi á Íslandi væri sómasamlegt.“

Þá þurfi fatlaðir einstaklingar oft að sækja einföldustu þjónustu um langan veg því sú nálægasta er óaðgengileg fyrir hjólastólanotandann sem er jafnvel foreldri barna sem þurfa fylgd í íþróttir og tómstundir. Stjórnarskrá Íslands sem og þeir alþjóðasamningar sem Ísland er aðili að kveða skýrt á um að óheimilt er að mismuna einstaklingum á grundvelli fötlunar og með aðgengismál í ólagi eigi slík mismunun sér stað daglega. Mikilvægt sé að hætta að útiloka ákveðna hópa samfélagsins og koma aðgengismálum hér á landi í lag.

Í gær var stigið stórt skref í átt að bættu ...
Í gær var stigið stórt skref í átt að bættu aðgengi fatlaðra. mbl.is/Ernir
Arnar Helgi Lárusson hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi.
Arnar Helgi Lárusson hefur lengi barist fyrir bættu aðgengi. Ljósmynd/IF
mbl.is

Innlent »

Guðni kvartar ekki yfir Hatara

Í gær, 21:08 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var staddur í Kanada að fagna aldarafmæli Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi þegar hljómsveitin Hatari steig á svið í Eurovision í gærkvöldi. „Þeir kunna að láta á sér bera,“ segir forsetinn um alræmt uppátæki þeirra með palestínska fánann. Meira »

Þór kjörinn formaður Landsbjargar

Í gær, 20:26 Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Meira »

Rannsókn lögreglu verði hætt

Í gær, 20:16 Eimskipafélagi Íslands hf. barst eftir lokun markaða á föstudag bréf frá lögmanni Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Tilefni bréfsins er krafa Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 verði hætt. Meira »

Margt sem við þyrftum að vakta betur

Í gær, 19:54 Helsta ógn lífiríkis hafsins við Íslandsstrendur stafar af hitabreytingum og súrnun sjávar. Sviðssjóri botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun segir stæða sé þó til að leggja stóraukin kraft í það að kortleggja búsvæðin í hafinu. Það myndi gefa skýrari mynd af því hvert ástandið sé. Meira »

Of stórar og of dýrar íbúðir

Í gær, 19:53 Áætlað er að samtals um 7.700 nýjar íbúðir verði fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Eins er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stærstur hluti íbúða sem eru á leið á markað eru of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Meira »

Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

Í gær, 19:06 „Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók. Meira »

Stefna Sósíalistaflokksins samþykkt

Í gær, 18:55 Á þingi Sósíalistaflokksins í Bíó Paradís í dag var samþykkt stefna flokksins í mennta-, velferðar og vinnumarkaðsmálum.  Meira »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

Í gær, 18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

Í gær, 17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

Í gær, 16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

Í gær, 16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

Í gær, 16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

Í gær, 15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

Í gær, 14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

Í gær, 14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

Í gær, 13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

Í gær, 13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

Í gær, 12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

Í gær, 11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...
Smart sumarföt, fyrir smart konur
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - Naust
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
ANTIK HORNSKÁPUR OGSÝNINGARSKÁP 869-2798
FANNEGUR HORNSKÁPUR Á 33,000KR MÁLIN H204X68X40 CM OGFLOTTUR GLERSKÁPUR MEÐ LJÓ...