Bjarni tekur upp hanskann

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Styrmir Kári

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki sé offramboð á fólki til að taka upp hanskann fyrir stjórnmálamenn og því ætli hann að gera það sjálfur, líkt og kemur fram á Facebook-síðu hans. 

Hann veltir fyrir sér hvort hægt sé að mæla heiðarleika fólks með skoðanakönnun og vísar í könnun MMR þar sem kom fram að 10% þátttakenda töldu Bjarna heiðarlegan. Spurt var um persónueigileika stjórnmálaleiðtoga.

„Könnun MMR fékk þónokkra athygli. Fyrst og síðast fyrir þá almennu falleinkunn sem stjórnmálamenn fá í henni. Í fréttum var vitnað fyrirvaralaust til hennar, eins og vísindalegrar könnunar um mannkosti stjórnmálamanna sem gæfi rétta og sanngjarna mynd af stöðunni. Í kjölfarið komu álitsgjafarnir og felldur þunga dóma yfir stjórnmálastéttinni, eins og nú tíðkast að nefna þá sem hafa ákveðið að helga sig starfi í þágu hagsmuna þjóðarinnar. Niðurstaðan: Við eigum enga leiðtoga. Þess vegna er allt svo ömurlegt.

Það eru margar spurningar sem vakna við lestur þessarar könnunar. Ein þeirra er: Hvernig er hægt að halda því fram að einstaklingar sem hafa sjálfir stofnað stjórnmálaflokk og hlotið kosningu á þing ásamt fjölda þingmanna séu ekki leiðtogar, hvort sem þeir hafi fæðst sem slíkir eða ekki. Og hvað er átt við með þeirri spurningu - að vera fæddur leiðtogi? Hvernig fer sú mæling fram og hvenær, nákvæmlega?

En það er kannski ekki nema von að ég átti mig ekki á þessu öllu saman, enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning,“ skrifar Bjarni.

Frétt mbl.is: 9% telja Sigmund Davíð heiðarlegan

Er hægt að mæla heiðarleika fólks með skoðanakönnun? Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun MMR sem birt var í gær...

Posted by Bjarni Benediktsson on Wednesday, April 29, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert