Umsóknin ekki verið afturkölluð

mbl.is/stilla

Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar - Hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, segir Ísland enn hafa stöðu umsóknarríkis að ESB. „Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð,“ segir hann í samtali við mbl.is. 

Þetta segir hann aðspurður um myndskeið sem samtökin NEI við ESB hafa sent frá sér og tilgang þeirra í ljósi stöðu umsóknarinnar. 

Samtökin hafa sent frá sér tvö myndbönd þar sem rætt er við nokkra viðmælendur sem greina frá því af hverju Ísland ætti ekki að ganga í ESB. 

Jón segir að búast megi við því að málið geti komið upp aftur og aftur, jafnvel þó að umsóknin verði afturkölluð að þessu sinni. „Þessi barátta er eilíf, við vitum ekki hvenær þetta getur komið upp aftur,“ segir hann og því sé mikilvægt að halda málsstaðnum og baráttunni stöðugt áfram.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9136a1c_Y9o" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar.
Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert