1.500 gestir heimsóttu Alþingi

mbl.is/Styrmir Kári

Um 1.500 gestir heimsóttu Alþingi í dag, en  húsið var opið almenningi í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Var sýning í húsinu tileinkuð konum á Alþingi og kosningarrétti kvenna.

Í Skálanum voru meðal annars ljósmyndir af þeim 95 konum sem setið hafa sem aðalmenn á Alþingi og sýnishorn af áskorunum kvenna til Alþingis frá árinu 1913 um kjörgengi og kosningarrétt.

Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert