Beiti Ísland refsiaðgerðum

Fulltrúar á þriðja tug bandarískra dýraverndarsamtaka hafa ritað bréf til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og ítrekað fyrri ósk samtakanna um að Ísland verði beitt refsiaðgerðum vegna hvalveiða. Slíkum aðgerðum verði einnig beint sérstaklega að íslenskum fyrirtækjum sem hafi tengsl við hvalveiðar eða önnur fyrirtæki sem stundi þær.

Fram kemur í bréfi dýraverndarsamtakanna, sem eru hluti af regnhlífarsamtökunum Whales Need US (WNUS), eða Hvalir þarfnast okkar, að þau hafi áður sent bandarískum stjórnvöldum hliðstætt bréf í maí á þessu ári. Ennfremur segir að samtökin séu ánægð með þær diplómatísku aðgerðir sem gripið hafi verið til gagnvart Íslandi en ljóst sé að meira þurfi til svo Ísland hætti hvalveiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert