„Mikil læti“ í Gullhringnum

Það gekk mikið á þegar Gullhringurinn fór fram um síðustu helgi sem er eitt vinsælasta hjólreiðamót landsins. Elvar Örn Reynisson sigraði í A-flokki þar sem keppnin var hörð en Elvar Örn var með myndavélar á hjólinu sem fönguðu m.a. árekstra og æsispennandi keppni á lokametrunum. 

mbl.is hitti Elvar Örn sem rétt gat lyft annari hendi til að fagna sigrinum þegar hann kom í mark þar sem næsti maður var örskammt undan.

Einnig er hægt að lesa um atburðarásina í mótinu á vef sem Elvar Örn heldur úti.

Í A-flokki er hjóluð 106 km löng leið. Lagt er af stað frá Laugarvatni og hjólað að Geysi. Þá er farið inn á Biskupstungnabraut fyrir neðan Geysi og niður Biskupstungur sem leið liggur yfir Brúará og inná Grímsnesið alla leið niður að Þingvalla-afleggjaranum. Þaðan er hjólað upp Þingvallasveit að beygjunni inn á Lyngdalsheiði log oks er komið í mark við Laugarvatn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert