Tvær konur smitaðar af HIV

Maðurinn leiddur fyrir dómara í gær. Hann var úrskurðaður í …
Maðurinn leiddur fyrir dómara í gær. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst. Ljósmynd/Pressphoto

Erlendur maður var í héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í gær að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna, síbrota og hættusjónarmiða. Maðurinn er grunaður um að hafa smitað ungar konur hérlendis af HIV-veirunni.

Rannsókn lögreglunnar snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa tvær konur greinst með HIV og á annan tug kvenna farið í greiningu.

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir sagði í samtali við mbl.is í gær, að unnið sé að því að finna hversu umfangsmikið málið er, en það er gert með svokallaðri smitrakningu. Segir hann slíka vinnu gerða daglega hjá embættinu. Málið kom upp fyrir skömmu, þegar fyrsta tilvikið var greint og í kjölfarið hófst rakning smitsins sem leiddi til mannsins sem nú er í gæsluvarðhaldi. 

 Guðný Sigmundsdóttir, settur sóttvarnarlæknir, segir fljótlegt að greina hvort einstaklingur sé HIV-smitaður. „Ef það liggur á má gera það á einum sólarhring,“ segir Guðný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »