Lögðu til meiri sveigjanleika

Afglæpavæðing vændis er afar umdeild leið til að vernda kynlífsstarfsmenn.
Afglæpavæðing vændis er afar umdeild leið til að vernda kynlífsstarfsmenn. mbl.is/Árni Torfason

Einhver fjöldi fólks hefur gengið úr félagsskap Íslandsdeildar Amnesty International eftir að fregnir bárust af því að heimsþing samtakanna hefði samþykkt tillögu um afglæpavæðingu vændis. Félagar hafa verið tæplega 9.000 talsins en stjórn deildarinnar hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort nákvæmur fjöldi úrsagna verður gefinn upp.

Íslandsdeildin sat hjá í atkvæðagreiðslu um málið á heimsþinginu þar sem hún taldi sig ekki geta tekið afstöðu á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Spurð að því hvort draga megi þá ályktun að deildin sé á móti því að taka afstöðu með afglæpavæðingu á meðan frekari gögn liggja ekki fyrir svarar Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri játandi.

„[Viðbrögðin] hafa verið á þeim nótum sem við bjuggumst við. Við höfðum heyrt frá félögum áður en við fórum á þingið, þar sem félagar höfðu haft einhverja vitneskju um hvað lá fyrir, og ég held að ég geti sagt að þetta sé í samræmi við það,“ segir Anna um viðbrögð íslenskra félaga við niðurstöðu heimsþingsins.

Hún segir að borið hafi á því að fólk hafi sett sig í samband í kjölfar þingsins til að deila skoðun sinni á málinu.

Breytingartillaga um sveigjanleika fékk ekki hljómgrunn

Á heimsþinginu lagði Íslandsdeildin fram breytingartillögu í samvinnu við aðrar deildir, en sú tillaga hlaut ekki brautargengi og verður því ekki lögð fyrir framkvæmdastjórn Amnesty.

En hvað fólst í breytingartillögunni?

„[Tillagan] fólst í því að þá var ekki verið að leggja til afglæpavæðingu að öllu leiti, heldur að það væri meiri sveigjanleiki þar sem hægt væri að skoða fleiri leiðir til að koma í veg fyrir brot á fólki sem er í vændi,“ svarar Anna.

Munu viðbrögðin hér heima hafa áhrif á starfsemi deildarinnar og fjárhag?

„Það segir sig kannski sjálft að þegar félagar draga sig úr félagi þá auðvitað, ef það er stór hópur, getur það haft einhver áhrif. En við vonum auðvitað að það komi ekki til, enda viljum við vinna áfram að mannréttindum fólks í heiminum og við gefum engan afslátt þar. Þannig að við munum að sjálfsögðu halda áfram okkar starfi eins og það hefur verið í gegnum tíðina og vonum að þessi niðurstaða komi ekki niður á öðrum málum Amnesty.“

Voru bundin trúnaði

Anna segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvort niðurstaða þingsins hafi komið fólki að óvörum, en það vekur athygli að engar opinberar umræður fóru fram meðal félaga í aðdraganda heimsþingsins.

„Við vorum bundin trúnaði,“ útskýrir Anna. „Þetta voru vinnuplögg sem við fengum í hendur og við vorum bundin trúnaði. Við fengum alveg skýr fyrirmæli frá alþjóðasamtökunum. Þannig að við gátum lítið gert varðandi að kynna þetta sérstaklega til félaga eða slíkt.“

Spurð að því hvers vegna trúnaðir hafi ríkt um tillöguna ítrekar Anna að um vinnuplögg hafi verið að ræða, sem taki jafnan miklum breytingum áður en til atkvæðagreiðslu kemur. Hún segir þetta í takt við aðra umfjöllun innan Amnesty International um stefnumál samtakanna.

Þar sem málið er afar umdeilt er eðilegt að velta því fyrir sér hvort tillagan, og þar af leiðandi stefnumörkun samtakanna, byggi á umræðum meðal félaga, til viðbótar við rannsóknir og skýrslur.

Þessu svarar Anna þannig:

„Það má náttúrlega benda á að stjórnir deildanna eru lýðræðislega kosnir fulltrúar á aðalfundi og að þeim sé treyst til að meta þau gögn sem liggja fyrir og taka þá afstöðu sem þeir telja að sé því fólki sem um ræðir fyrir bestu. Það er verið að hugsa um hagsmuni þeirra sem eru í vændisiðnaði í þessu tilviki og þetta er fólk sem er treyst til þessara starfa.“

Frétt mbl.is: Verður afglæpavæðing fyrir valinu?

Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.
Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Innlent »

Þróa kerfi til að tryggja velferð barna

12:30 Félagsmálaráðuneytið, Kópavogsbær, hugbúnaðarfyrirtækið Kara Connect og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um að hefja vinnu við þróun samræmds upplýsingakerfis sem ætlað er að tryggja velferð barna á Íslandi. Meira »

„Umræðan verið nokkuð harkaleg“

12:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, átti í dag fund með helstu hagsmunaaðilum í uppbyggingu fiskeldis. Tilefni fundarins var samþykkt Alþingis í síðustu viku á tveimur frumvörpum um fiskeldi, annars vegar um gjaldtöku og hins vegar um breytingar á ýmsum lögum um fiskeldi. Meira »

Lið Toyota leiðir áheitasöfnunina

11:54 Lið World Class, Airport Direct og Advania, sem fara fremst í flokki í WOW Cyclothon, renndu framhjá Goðafossi klukkan 7:30 í morgun, en ræst var út í liðakeppni frá Egilshöll í gærkvöldi. Meira »

Tjá sig ekki um svar stjórnar LV

11:30 Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) sendi Fjármálaeftirlitinu (FME) í gær svar við fyrirspurn FME vegna mats stjórnarinnar á lögmæti þess að fulltrúaráð VR hefur ákveðið að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn LV. Boltinn er hjá FME, að sögn formanns stjórnar. Meira »

Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi

11:02 Fulltrúar Landverndar munu síðar í dag afhenda undirskriftir rúmlega fimmþúsund Íslendinga sem vilja að friðlýsingu Drangajökulsvíðerna, sem innifelur athafnasvæði Hvalárvirkjunar, verði hraðað. Fer hópurinn fram á að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Skráðum kynferðisafbrotum fjölgar

10:55 Fækkun varð á skráðum fíkniefnabrotum á höfuðborgarsvæðinu í maí en mikil fjölgun á skráðum kynferðisafbrotum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019. Meira »

Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

10:08 „Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ sagði húsmóðir í Grafarvogi við meindýraeyði árið 2013. Ekki orðrétt, samt. Á þessum tíma var ekki komið íslenskt orð yfir þessa pöddu, sem gerir fólki nú lífið leitt. Meira »

Eldur í rjóðri við FSu

10:03 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Sprengisandsleið opnuð

10:01 Fært er nú yfir Sprengisand, en það var í gær sem Vegagerðin gaf út tilkynningu þess efnis. Unnið hafði verið síðustu daga að því að gera leiðina klára, en vegheflar voru sendir út á mörkina að sunnan frá Hrauneyjum og að norðan úr Bárðardal. Meira »

Sex ár fyrir tilraun til manndráps

09:20 Sindri Brjánsson, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, en hann stakk annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Atvinnuleysi eykst

09:17 4,7% atvinnuleysi var í maí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Að jafnaði voru 210.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í maí 2019. Það jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Meira »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

07:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Glerskápar
Til sölu tveir glerskápar, stærð h. 160cm, br. 40cm, dýpt 35cm. Verð 10.000.- U...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...