„Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu“

Bjarni segir ástandið grafalvarlegt.
Bjarni segir ástandið grafalvarlegt. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að við verðum að byrja á því að spyrja okkur í víðara samhengi hvað við getum gert til að aðstoða flóttafólk í neyð. Það sé ekki rétt að byrja umræðuna á því að ákveða hversu marga flóttamenn við getum tekið til okkar.

Í fyrsta lagi er þetta grafalvarlegt ástand sem er komið upp og af stærðargráðu sem við höfum ekki áður séð. Vandinn er að sjálfsögðu mestur hjá þeim ríkjum sem er á jaðri átakasvæðanna. Öll Evrópa þarf að spyrja sig hvað er til ráða og þar á meðal við Íslendingar,“ segir Bjarni við mbl.is.

Kann að standa í mörg ár

Hann segir ljóst að aðstoð okkar muni felast í því að taka á móti flóttamönnum. „Við þurfum að meta það í ljósi þeirrar miklu neyðar sem er uppi hvað við getum gert og þær stofnanir og þau ráðuneyti sem eru að vinna í þeim málaflokkum þurfa að koma strax að þeim málum. Ég ætla ekki að byrja á því að ákveða einhverja tölu út í loftið.

Bjarni segir að Íslendingar þurfi, ásamt öðrum Evrópuríkjum, að axla ábyrgð á neyðinni sem komin er upp. „Eitt af því sem þarf að hafa í huga í því samhengi er að þessi straumur flóttamanna hann kann að standa lengi, jafnvel í mörg ár. Hann verður ekki leystur með því að komast að niðurstöðu um eina tölu eftir helgi. Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu. Við þurfum að hugsa þetta í víðara samhengi heldur en það. Aðalatriðið er að menn geri sér grein fyrir því í hversu hræðilegri stöðu þetta fólk og þessar fjölskyldur eru. Við tökum það alvarlega og spyrjum okkur núna hvað getum við gert til þess að taka þátt í lausn vandans.“

Kallar eftir fundi í allsherjarnefnd

Í dag kallaði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG í allsherjarnefnd, eftir fundi í nefndinni. Hún sagði að: „Í ljósi ástandsins og umræðu um flóttamenn og aðstoð við þá myndi ég telja fulla ástæðu til þess að allsherjarnefnd fundi og fari yfir lög og aðra umgjörð í kringum slíkt.

Þar sem mörg sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar er ekki úr vegi að skoða hvort hægt sé að taka á móti fleirum en 50 manns enda í sjálfu sér skammarlega lítið.“

Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði í samtali við mbl.is að þverpólitísk þingmannanefnd hefði þegar lagt fram breytingar á útlendingalögum eftir margra ára vinnu. Stjórnvöld hafi því unnið að því lengi að endurskoða lögin.

Hún segist vilja fara yfir málið í rólegheitum. „Mér finnst eðlilegt að setjast yfir þetta og kanna hvaða möguleikar eru til að taka á móti flóttamönnum, en það ræðst af hvaða þjónustu er mögulegt að veita á næstu árum. Ég tel að það sé hægt að taka á móti fleiri flóttamönnum. Auðvitað eigum við að gera allt sem við getum,“ segir Unnur Brá.

Þá skoraði Björt framtíð á stjórnvöld að endurskoða tafarlaust fyrirætlaðar aðgerðir varðandi móttöku flóttafólks og auka fjölda þeirra sem hingað koma til mikilla muna.

„Neyðarástand það sem blasir við vaxandi fjölda flóttafólks sem leitar til Evrópu að alþjóðlegri vernd, kallar á róttæk og snör viðbrögð. Börn, konur og karlar standa frammi fyrir gríðarlegum hörmungum og sífellt berast fréttir af dauðsföllum sökum ástandsins,“ segir í áskorun Bjartrar Framtíðar.

Ísland getur boðið mun fleira flóttafólk velkomið og okkur ber siðferðileg skylda til að leggja okkar af mörkum. Við eigum jafnframt að bregðast við með því að bjóða mun meiri aðstoð á svæðum þar sem hörmungarnar eiga sér stað, á hvern þann hátt sem við best getum. Sýnum í verki að við viljum standa vörð um mannréttindi og réttindi fólks til öruggs lífs!“ segir þar ennfremur.

mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp í flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp í flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Bækur
Til sölu mikið magn allskyns bóka, uppl í síma 8920213...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...