Til Lundúna fyrir 5.055 krónur

Vélar British Airways.
Vélar British Airways. AFP

Ódýrustu fargjöldin í flugi British Airways milli Íslands og Bretlands munu nema 5.055 krónum án farangurs, að því er fram kemur á vef Túrista. Flugfélagið hefur flug hingað til lands í lok október og mun fljúga þrisvar í viku.

Samkvæmt frétt á turisti.is verða flognar allt að 56 ferðir í viku frá Keflavík til fjögurra flugvalla í nágrenni Lundúna í vetur. Nokkru virðist muna á fargjöldum en ódyrustu farmiðar easyJet án farangurs kosta 8.867 krónur og WOW air 10.998 krónur. Hjá WOW air leggst bókunargjald ofan á verðið.

Samkvæmt Túrista kosta ódýrustu farmiðar Icelandair til Lundúna 17.455 krónur en farangur er ávallt innifalinn í verðinu. Ódýrustu miðar British Airways með farangri munu kosta 8.155 krónur, easy Jet 12.414 krónur og Wow air 14.997 krónur.

Sjá ítarlega frétt Túrista.

mbl.is