Leggur til skipan ráðherranefndar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hyggst leggja til að skipuð verði …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hyggst leggja til að skipuð verði ráðherranefnd um flóttamannavandann. mbl.is/Kristinn

Á næsta fundi ríkisstjórnarinnar, sem fer fram á þriðjudag, mun forsætisráðherra leggja til að stofnuð verði sérstök ráðherranefnd til að fjalla um hvernig Íslendingar geti best aðstoðað við lausn flóttamannavandans.

Þetta segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. 

Sigurður segir enn frekar að í forsætisráðuneytinu sé unnið að því að taka saman gögn og vinna greinargerðir um flóttamannamálin og að forsætisráðherra muni leggja fram minnisblað á fundinum. Ríkisstjórnin muni svo ræða það hvernig staðið verði að skipan nefndarinnar.

mbl.is