Hafnarfjörður áður fellt tillögu um innkaupabann

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við felldum tillögu þeirra með þeim rökum að það væri ekki verkefni sveitarfélagsins að hlutast til um utanríkismál.“

Þetta segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, um stöðuna sem upp er komin í Reykjavík vegna samþykktar borgarstjórnar um sniðgöngu á vörum frá Ísrael.

Samskonar tillaga var borin upp af minnihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í júlí í fyrra. Segir Rósa einnig að fátt hafi verið um svör hjá minnihluta VG og Samfylkingar varðandi útfærslu slíkrar viðskiptaþvingunar sveitarfélags og hvaða tilgangi hún ætti að þjóna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »