Bókstafstúlkun þvert á stjórnarskrá

Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku.
Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku.

Ef lagaákvæði um skipan í hæfnisnefnd hæstaréttardómara er skilin bókstaflega eins og Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) gerir stangast það á við jafnréttisákvæði stjórnarskrár og jafnréttislög, segir Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku. Félagið harmar afstöðu LMFÍ að jafnréttislög gildi ekki við skipun nefndarinnar.

Lögmannafélag Íslands er einn fjögurra aðila sem tilnefna menn í dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um störf hæstaréttardómara. Fimm karlmenn sitja nú í nefndinni þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaga sem segja að kynjahlutföll skuli vera sem jöfnust í nefndum á vegum ríkisins. Félagið, Hæstiréttur og dómstólaráð telja að dómstólalög gangi framar jafnréttislögum og tilnefningaraðilarnir séu því ekki bundnir af þeim.

Þurfa að túlka lög í samræmi við önnur gildandi lög

Þessa túlkun telur stjórn Félags kvenna í lögmennsku ekki tæka að því er kemur fram í yfirlýsingu. Hún sé til þess fallin að draga úr áhrifum jafnréttislaga á vinnumarkaði sem og annars staðar í samfélaginu yrði henni beitt um fleiri viðlíka sérlög eins og dómstólalög.

„Ef að þessi lög eru skilin á þennan bókstaflega hátt eins og Lögmannafélagið vill skilja þau þá samrýmast þau ekki jafnréttisákvæði stjórnarskrár né jafnréttislögum,“ segir Kristrún Elsa.

Hún telur tillögu sem innanríkisráðuneytið setti fram um að hver tilnefningaraðili veldi tvo kosti, karl og konu, sem ráðuneytið veldi síðan á milli til að tryggja jöfn kynjahlutföll í nefndinni algerlega tæka miðað við núgildandi lög.

„Það eru til margar aðferðir við lagatúlkun. Lög þarf alltaf að túlka í samræmi við önnur gildandi lög. Þú getur ekki túlkað þessi lög í algeru berhöggi við önnur lög sem gilda í landinu, þar á meðal stjórnarskránna. Þá værum við komin á mjög hálan ís,“ segir Kristrún Elsa.

Stjórnvöldum beri að tryggja að nefndin sé skipuð til jafns körlum og konum. Það hvernig það sé útfært sé á hendi stjórnvalda sjálfra. Kristrún Elsa tekur ekki afstöðu til þess hvort að ástæða sé til þess að breyta dómstólalögum til þess að taka af öll tvímæli um hvort jafnréttislög nái til túlkunar þeirra.

Brotið sérlega alvarlegt því aðeins ein kona er dómari við Hæstarétt

Í yfirlýsingu stjórnar Félags kvenna í lögmennsku (FKL) segir ennfremur að hún taki undir með Guðrúnu Erlendsdóttur, fyrrum hæstaréttardómara og heiðursfélaga FKL, um að skipun fimm karlmanna í nefndina sé hreint og klárt brot á jafnréttislögum. Að mati FKL sé brotið sérlega alvarlegt í ljósi þess að í dag er eingöngu ein kona skipuð dómari við Hæstarétt og því einkar mikilvægt að jafna kynjahlutföll á vettvangi þessa æðsta dómstóls landsins.

„Í jafnréttislögum kemur fram að eitt af yfirlýstum markmiðum laganna sé að vinna að jöfnum áhrifum karla og kvenna í samfélaginu. Sú framkvæmd sem viðhöfð hefur verið er varðar skipun í framangreinda nefnd stríðir gegn þessu markmiði laganna með því að skipa eingöngu karla í nefndina og útiloka þar með að konur geti haft áhrif á það hver verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands,“ segir í yfirlýsingunni.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Brynjar Gauti
mbl.is

Innlent »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Telur komugjöld vera besta kostinn

05:30 Fyrir vöxt og framgang ferðþjónustunnar á Íslandi er há tíðni flugferða lykilatriði.   Meira »

Blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Jörð skelfur í Grindavík

Í gær, 21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

Í gær, 21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

Í gær, 21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

Í gær, 21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

Í gær, 19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Í gær, 18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

Í gær, 20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

Í gær, 18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

Í gær, 18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Útsala
Bókaútsala Mikið magn bóka á 500 kr. stk. Aðrar bækur með 25% afslætti Hjá Þorva...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...