Batnar ekki við að bent sé á annað verra

Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir ...
Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir voru til að þurrka upp mýrar má endurheimta votlendi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. mbl.is/RAX

Ísland þarf eins og önnur ríki að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum frá bílum þrátt fyrir að stærsti hluti losunarinnar hér komi frá framræstu landi, að mati sérfræðinga og náttúruverndarsinna. Það séu ekki rök gegn því að draga úr losun bíla að benda á eitthvað annað verra.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að grænir skattar á bíla og eldsneyti, eins og kolefnisgjald, sem ætlað hefur verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni verði felldir niður á Íslandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Vísar hún meðal annars til þess að þegar búið sé að taka tillit til losunar sem hlýst af framræstu landi sé losun frá fólksbílum aðeins lítið brot af heildarlosun Íslands.

Rétt er að stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er rotnandi mýrarjarðvegur þar sem land hefur verið ræst fram, þrátt fyrir að sú losun falli ekki undir Kyoto-bókunina. Sérfræðingar sem mbl.is hefur rætt við í dag og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands geta hins vegar ekki fallist á að það geti réttlætt að hætt verði að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð eins og þingmaðurinn virðist boða.

Stærsti einstaki þátturinn, en utan Kyoto

Þegar skurðir eru grafnir til þess að ræsa fram land þornar mýrarjarðvegur og byrjar að rotna. Þá losna gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn þar sem þær stuðla að hnattrænni hlýnun. Þessi losun frá framræstu landi fellur ekki undir Kyoto-bókunina sem flest ríki heims vinna nú eftir til þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Íslendingar fengu því hins vegar framgengt á vettvangi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna endurheimt votlendis yrði tæk aðferð til að draga úr losun.

Í kjölfarið voru lagðar fram leiðbeiningar um hvernig haldið skyldi utan um bókhaldið um endurheimt votlendis. Þannig geta ríki annað hvort notað eigin rannsóknir á losuninni eða stuðst við losunarstuðla loftslagssamningsins sem sérsniðnir eru fyrir hvert loftslagsbelti.

Að sögn Hlyns Óskarssonar, sérfræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands sem vinnur að rannsóknum á kolefnishringrásum gróðurlendis, hefur losun frá framræstu landi á Íslandi mælst allt frá því að vera nokkuð minni en stuðull loftslagssamningsins og upp í að vera nokkuð hærri. Óháð því hvort viðmiðið sé notað sé losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi stærsti einstaki þátturinn í losun Íslands.

Sú losun er hins vegar ekki talin með í Kyoto-samningnum þar sem framræsingin á Íslandi átti sér stað að langmestu leyti fyrir árið 1990, viðmiðunarár samningsins um samdrátt í losun.

Villandi samanburður, að sögn ráðuneytis

Í grein sinni leggur Sigríður ætlaða losun frá framræstu landi miðað við stuðla loftslagssamningsins saman við þá losun sem gefin er upp samkvæmt Kyoto-bókuninni fyrir árið 2012. Hennar niðurstaða er að losun frá fólksbílum sé aðeins tæplega 4% af þessari samanlögðu heildarlosun Íslands. Sú tala er hins vegar um 5% þegar litið er til bílasamgangna almennt.

Þegar litið er til þeirrar losunar sem Ísland gefur upp á grundvelli Kyoto var hlutfall samgangna hins vegar 38,7% af heildarlosuninni árið 2012, án stóriðju. Losunin frá stóriðjunni fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópulanda og samdráttur á losun frá henni því ekki á forræði íslenskra stjórnvalda einna.

Samanburður Sigríðar miðast einnig við losunina með stóriðjunni. Sé hún dregin frá er losunin 4,2% frá fólksbílum og rétt tæp 6% frá allri bílaumferð miðað við forsendur þingmannsins.

Í svari umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Sigríðar sem hún byggir grein sína á segir hins vegar strax í byrjun að villandi geti verið að birta upplýsingar um losun frá framræstu landi og bera saman við losun frá öðrum uppsprettum eins og bruna á jarðefnaeldsneyti án skýringa.

Verði ekki gert til að halda áfram að keyra bensínbíla

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir það og segir að samanburður þingmannsins sé ekki viðeigandi, meðal annars vegna þess að hann byggi ekki á skuldbindingum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni. Þar er Ísland skuldbundið til að draga úr losun og sá samdráttur miðist ekki við losun að viðbættri þeirri sem hlýst af framræstu landi.

„Á hinn bóginn ef það gefur góða raun að moka ofan í þessa skurði er sjálfsagt að gera það. Þetta er ódýr og fær aðferð. Maður á hins vegar ekki að gera það vegna þess að maður vill halda áfram að keyra bensínbíla sem losa mikið,“ segir Árni.

Sáralítið hafi hins vegar verið gert til að endurheimta votlendi. Ísland þurfi eins og allir aðrir að draga úr losun bíla. Sigríður leggi heldur alls ekki til í grein sinni að endurheimta ætti votlendi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

„Ég held að við verðum að leita allra leiða, eins og allar aðrar þjóðir, til að draga úr losun frá samgöngum,“ segir Árni.

Út í hött að rjúka eingöngu í endurheimt votlendis

Hlynur hjá Landbúnaðarháskólanum segir einnig sjálfsagt að vinna að endurheimt votlendis á Íslandi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það hafi einnig aðra kosti í för með sér. Til dæmis tapist vatnstemprun landslagsins við framræsingu lands. Mýrar viðhaldi stöðugu rennsli í ám landsins og þær séu mikilvægar fjölbreytileika lífríkisins. Það ætti hins vegar ekki að vera eina framlag Íslands.

„Gagnvart loftslagssamningnum fyndist mér út í hött að rjúka bara af stað og endurheimta votlendi af því að það er stærsti pósturinn. Það er líka heilmikið mál að snúa því öllu við. Þó að það sé auðvelt að endurheimta votlendi í sjálfu sér þá þyrftum við að endurheimta mjög stórt svæði. Við gerum það ekkert einn, tveir og þrír. Við þurfum líka að nýta landið,“ segir hann.

Það sýni mun meiri ábyrgð og væri mun meira sannfærandi aðgerðapakki að hafa markmið um að draga úr losun í öllum flokkum loftslagssamningsins, þar á meðal bílaflotans, að mati Hlyns.

„Mér fyndist það óskaplega ódýrt að stökkva bara á þennan vagn, þó að ég sé því mjög fylgjandi því að endurheimta votlendi,“ segir hann.

Annar sérfræðingur sem mbl.is ræddi við í dag sagði að rök væru fyrir því að telja losun frá framræstu landi með í losunarbókhaldi Íslands en benti á óvissu um við hvað ætti að miða. Vísaði hann þar til misræmis á milli mældrar losunar og stuðla loftslagssamningsins. Þá væri ekki hægt að bera blak af losun bíla með því að benda á eitthvað annað verra.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fella niður gjöld á ...
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fella niður gjöld á bíla og eldsneyti.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Hlynur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hlynur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
mbl.is

Innlent »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

Í gær, 11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

Í gær, 11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

Í gær, 10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

Í gær, 09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

Í gær, 08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

Í gær, 08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »