Batnar ekki við að bent sé á annað verra

Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir ...
Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir voru til að þurrka upp mýrar má endurheimta votlendi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. mbl.is/RAX

Ísland þarf eins og önnur ríki að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum frá bílum þrátt fyrir að stærsti hluti losunarinnar hér komi frá framræstu landi, að mati sérfræðinga og náttúruverndarsinna. Það séu ekki rök gegn því að draga úr losun bíla að benda á eitthvað annað verra.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að grænir skattar á bíla og eldsneyti, eins og kolefnisgjald, sem ætlað hefur verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni verði felldir niður á Íslandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Vísar hún meðal annars til þess að þegar búið sé að taka tillit til losunar sem hlýst af framræstu landi sé losun frá fólksbílum aðeins lítið brot af heildarlosun Íslands.

Rétt er að stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er rotnandi mýrarjarðvegur þar sem land hefur verið ræst fram, þrátt fyrir að sú losun falli ekki undir Kyoto-bókunina. Sérfræðingar sem mbl.is hefur rætt við í dag og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands geta hins vegar ekki fallist á að það geti réttlætt að hætt verði að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð eins og þingmaðurinn virðist boða.

Stærsti einstaki þátturinn, en utan Kyoto

Þegar skurðir eru grafnir til þess að ræsa fram land þornar mýrarjarðvegur og byrjar að rotna. Þá losna gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn þar sem þær stuðla að hnattrænni hlýnun. Þessi losun frá framræstu landi fellur ekki undir Kyoto-bókunina sem flest ríki heims vinna nú eftir til þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Íslendingar fengu því hins vegar framgengt á vettvangi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna endurheimt votlendis yrði tæk aðferð til að draga úr losun.

Í kjölfarið voru lagðar fram leiðbeiningar um hvernig haldið skyldi utan um bókhaldið um endurheimt votlendis. Þannig geta ríki annað hvort notað eigin rannsóknir á losuninni eða stuðst við losunarstuðla loftslagssamningsins sem sérsniðnir eru fyrir hvert loftslagsbelti.

Að sögn Hlyns Óskarssonar, sérfræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands sem vinnur að rannsóknum á kolefnishringrásum gróðurlendis, hefur losun frá framræstu landi á Íslandi mælst allt frá því að vera nokkuð minni en stuðull loftslagssamningsins og upp í að vera nokkuð hærri. Óháð því hvort viðmiðið sé notað sé losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi stærsti einstaki þátturinn í losun Íslands.

Sú losun er hins vegar ekki talin með í Kyoto-samningnum þar sem framræsingin á Íslandi átti sér stað að langmestu leyti fyrir árið 1990, viðmiðunarár samningsins um samdrátt í losun.

Villandi samanburður, að sögn ráðuneytis

Í grein sinni leggur Sigríður ætlaða losun frá framræstu landi miðað við stuðla loftslagssamningsins saman við þá losun sem gefin er upp samkvæmt Kyoto-bókuninni fyrir árið 2012. Hennar niðurstaða er að losun frá fólksbílum sé aðeins tæplega 4% af þessari samanlögðu heildarlosun Íslands. Sú tala er hins vegar um 5% þegar litið er til bílasamgangna almennt.

Þegar litið er til þeirrar losunar sem Ísland gefur upp á grundvelli Kyoto var hlutfall samgangna hins vegar 38,7% af heildarlosuninni árið 2012, án stóriðju. Losunin frá stóriðjunni fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópulanda og samdráttur á losun frá henni því ekki á forræði íslenskra stjórnvalda einna.

Samanburður Sigríðar miðast einnig við losunina með stóriðjunni. Sé hún dregin frá er losunin 4,2% frá fólksbílum og rétt tæp 6% frá allri bílaumferð miðað við forsendur þingmannsins.

Í svari umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Sigríðar sem hún byggir grein sína á segir hins vegar strax í byrjun að villandi geti verið að birta upplýsingar um losun frá framræstu landi og bera saman við losun frá öðrum uppsprettum eins og bruna á jarðefnaeldsneyti án skýringa.

Verði ekki gert til að halda áfram að keyra bensínbíla

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir það og segir að samanburður þingmannsins sé ekki viðeigandi, meðal annars vegna þess að hann byggi ekki á skuldbindingum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni. Þar er Ísland skuldbundið til að draga úr losun og sá samdráttur miðist ekki við losun að viðbættri þeirri sem hlýst af framræstu landi.

„Á hinn bóginn ef það gefur góða raun að moka ofan í þessa skurði er sjálfsagt að gera það. Þetta er ódýr og fær aðferð. Maður á hins vegar ekki að gera það vegna þess að maður vill halda áfram að keyra bensínbíla sem losa mikið,“ segir Árni.

Sáralítið hafi hins vegar verið gert til að endurheimta votlendi. Ísland þurfi eins og allir aðrir að draga úr losun bíla. Sigríður leggi heldur alls ekki til í grein sinni að endurheimta ætti votlendi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

„Ég held að við verðum að leita allra leiða, eins og allar aðrar þjóðir, til að draga úr losun frá samgöngum,“ segir Árni.

Út í hött að rjúka eingöngu í endurheimt votlendis

Hlynur hjá Landbúnaðarháskólanum segir einnig sjálfsagt að vinna að endurheimt votlendis á Íslandi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það hafi einnig aðra kosti í för með sér. Til dæmis tapist vatnstemprun landslagsins við framræsingu lands. Mýrar viðhaldi stöðugu rennsli í ám landsins og þær séu mikilvægar fjölbreytileika lífríkisins. Það ætti hins vegar ekki að vera eina framlag Íslands.

„Gagnvart loftslagssamningnum fyndist mér út í hött að rjúka bara af stað og endurheimta votlendi af því að það er stærsti pósturinn. Það er líka heilmikið mál að snúa því öllu við. Þó að það sé auðvelt að endurheimta votlendi í sjálfu sér þá þyrftum við að endurheimta mjög stórt svæði. Við gerum það ekkert einn, tveir og þrír. Við þurfum líka að nýta landið,“ segir hann.

Það sýni mun meiri ábyrgð og væri mun meira sannfærandi aðgerðapakki að hafa markmið um að draga úr losun í öllum flokkum loftslagssamningsins, þar á meðal bílaflotans, að mati Hlyns.

„Mér fyndist það óskaplega ódýrt að stökkva bara á þennan vagn, þó að ég sé því mjög fylgjandi því að endurheimta votlendi,“ segir hann.

Annar sérfræðingur sem mbl.is ræddi við í dag sagði að rök væru fyrir því að telja losun frá framræstu landi með í losunarbókhaldi Íslands en benti á óvissu um við hvað ætti að miða. Vísaði hann þar til misræmis á milli mældrar losunar og stuðla loftslagssamningsins. Þá væri ekki hægt að bera blak af losun bíla með því að benda á eitthvað annað verra.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fella niður gjöld á ...
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fella niður gjöld á bíla og eldsneyti.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Hlynur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hlynur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
mbl.is

Innlent »

Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin

08:18 Hekla var það nafn sem flestum stúlkubörnum var gefið í fyrra og flestum drengjum var gefið nafnið Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Meira »

Verða sýndar á Safnanótt

07:57 Seðlabanki Íslands mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans. Meira »

Sólardagurinn er á næstu grösum

07:37 Liðinn var í gær réttur mánuður frá vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var lægst á lofti hinn 21. desember síðastliðinn.  Meira »

Verið að ryðja íbúðagötur

07:08 Verið er að hreinsa íbúðagötur í hverfum borgarinnar en unnið hefur verið að mokstri og hreinsun á götum og stígum Reykjavíkur frá því í nótt. Talsvert bætti í snjó í nótt en þar sem mun kaldara er í veðri í dag en í gærmorgun er hreinsunarstarfið auðveldara. Meira »

Lægðardrag væntanlegt

06:55 Ekki er von á neinum hlýindakafla á næstunni en á fimmtudag gengur lægðardrag upp að landinu og fer þá að snjóa, fyrst sunnan og vestan til og hlýnar heldur í bili. Meira »

Réðust á hótelstarfsmann

05:51 Lögreglan handtók mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 101 á fjórða tímanum í nótt en hann hafði ásamt tveimur öðrum ráðist á starfsmann hótels og stolið áfengisflösku. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu. Meira »

2,4 milljarðar umbúða endurunnir

05:30 Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæplega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Meira »

470 km skilja þau að

05:30 Hjalti Skaptason fór með eiginkonu sinni til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, með áætlunarflugi til Húsavíkur í gærmorgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík. Meira »

Telur bráðvanta öldrunargeðdeild

05:30 „Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldrunargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu.“ Meira »

Vilja íbúakosningu um Elliðaárdal

05:30 Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að knýja fram íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Meira »

Teigsskógarleið líklegri

05:30 Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um vegamálin. Meira »

Metfjöldi skemmtiferðaskipa

05:30 Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Þetta segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Skipakomum hefur fjölgað árlega undanfarin ár. Meira »

Sala á mjólkurafurðum minni

05:30 Sala á mjólkurafurðum minnkaði á nýliðnu ári. Er það í fyrsta skipti í um áratug sem salan minnkar en á þessu tímabili hefur hún aukist stórlega, sérstaklega sala á fituríkum afurðum. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 23:49 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilsstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu. Meira »

Brynjólfur handhafi Ljóðstafsins

Í gær, 23:44 Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í kvöld. Alls bárust 302 ljóð í keppnina og er Brynjólfur Þorsteinsson handhafi Ljóðstafsins þetta árið. Meira »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

Í gær, 22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota-bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

Í gær, 22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

Í gær, 21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Í gær, 20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...