Batnar ekki við að bent sé á annað verra

Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir ...
Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir voru til að þurrka upp mýrar má endurheimta votlendi og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. mbl.is/RAX

Ísland þarf eins og önnur ríki að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum frá bílum þrátt fyrir að stærsti hluti losunarinnar hér komi frá framræstu landi, að mati sérfræðinga og náttúruverndarsinna. Það séu ekki rök gegn því að draga úr losun bíla að benda á eitthvað annað verra.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að grænir skattar á bíla og eldsneyti, eins og kolefnisgjald, sem ætlað hefur verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni verði felldir niður á Íslandi í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Vísar hún meðal annars til þess að þegar búið sé að taka tillit til losunar sem hlýst af framræstu landi sé losun frá fólksbílum aðeins lítið brot af heildarlosun Íslands.

Rétt er að stærsti einstaki losunarvaldur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er rotnandi mýrarjarðvegur þar sem land hefur verið ræst fram, þrátt fyrir að sú losun falli ekki undir Kyoto-bókunina. Sérfræðingar sem mbl.is hefur rætt við í dag og formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands geta hins vegar ekki fallist á að það geti réttlætt að hætt verði að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bílaumferð eins og þingmaðurinn virðist boða.

Stærsti einstaki þátturinn, en utan Kyoto

Þegar skurðir eru grafnir til þess að ræsa fram land þornar mýrarjarðvegur og byrjar að rotna. Þá losna gróðurhúsalofttegundir út í lofthjúpinn þar sem þær stuðla að hnattrænni hlýnun. Þessi losun frá framræstu landi fellur ekki undir Kyoto-bókunina sem flest ríki heims vinna nú eftir til þess að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Íslendingar fengu því hins vegar framgengt á vettvangi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna endurheimt votlendis yrði tæk aðferð til að draga úr losun.

Í kjölfarið voru lagðar fram leiðbeiningar um hvernig haldið skyldi utan um bókhaldið um endurheimt votlendis. Þannig geta ríki annað hvort notað eigin rannsóknir á losuninni eða stuðst við losunarstuðla loftslagssamningsins sem sérsniðnir eru fyrir hvert loftslagsbelti.

Að sögn Hlyns Óskarssonar, sérfræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands sem vinnur að rannsóknum á kolefnishringrásum gróðurlendis, hefur losun frá framræstu landi á Íslandi mælst allt frá því að vera nokkuð minni en stuðull loftslagssamningsins og upp í að vera nokkuð hærri. Óháð því hvort viðmiðið sé notað sé losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi stærsti einstaki þátturinn í losun Íslands.

Sú losun er hins vegar ekki talin með í Kyoto-samningnum þar sem framræsingin á Íslandi átti sér stað að langmestu leyti fyrir árið 1990, viðmiðunarár samningsins um samdrátt í losun.

Villandi samanburður, að sögn ráðuneytis

Í grein sinni leggur Sigríður ætlaða losun frá framræstu landi miðað við stuðla loftslagssamningsins saman við þá losun sem gefin er upp samkvæmt Kyoto-bókuninni fyrir árið 2012. Hennar niðurstaða er að losun frá fólksbílum sé aðeins tæplega 4% af þessari samanlögðu heildarlosun Íslands. Sú tala er hins vegar um 5% þegar litið er til bílasamgangna almennt.

Þegar litið er til þeirrar losunar sem Ísland gefur upp á grundvelli Kyoto var hlutfall samgangna hins vegar 38,7% af heildarlosuninni árið 2012, án stóriðju. Losunin frá stóriðjunni fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópulanda og samdráttur á losun frá henni því ekki á forræði íslenskra stjórnvalda einna.

Samanburður Sigríðar miðast einnig við losunina með stóriðjunni. Sé hún dregin frá er losunin 4,2% frá fólksbílum og rétt tæp 6% frá allri bílaumferð miðað við forsendur þingmannsins.

Í svari umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Sigríðar sem hún byggir grein sína á segir hins vegar strax í byrjun að villandi geti verið að birta upplýsingar um losun frá framræstu landi og bera saman við losun frá öðrum uppsprettum eins og bruna á jarðefnaeldsneyti án skýringa.

Verði ekki gert til að halda áfram að keyra bensínbíla

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, tekur undir það og segir að samanburður þingmannsins sé ekki viðeigandi, meðal annars vegna þess að hann byggi ekki á skuldbindingum Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni. Þar er Ísland skuldbundið til að draga úr losun og sá samdráttur miðist ekki við losun að viðbættri þeirri sem hlýst af framræstu landi.

„Á hinn bóginn ef það gefur góða raun að moka ofan í þessa skurði er sjálfsagt að gera það. Þetta er ódýr og fær aðferð. Maður á hins vegar ekki að gera það vegna þess að maður vill halda áfram að keyra bensínbíla sem losa mikið,“ segir Árni.

Sáralítið hafi hins vegar verið gert til að endurheimta votlendi. Ísland þurfi eins og allir aðrir að draga úr losun bíla. Sigríður leggi heldur alls ekki til í grein sinni að endurheimta ætti votlendi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

„Ég held að við verðum að leita allra leiða, eins og allar aðrar þjóðir, til að draga úr losun frá samgöngum,“ segir Árni.

Út í hött að rjúka eingöngu í endurheimt votlendis

Hlynur hjá Landbúnaðarháskólanum segir einnig sjálfsagt að vinna að endurheimt votlendis á Íslandi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það hafi einnig aðra kosti í för með sér. Til dæmis tapist vatnstemprun landslagsins við framræsingu lands. Mýrar viðhaldi stöðugu rennsli í ám landsins og þær séu mikilvægar fjölbreytileika lífríkisins. Það ætti hins vegar ekki að vera eina framlag Íslands.

„Gagnvart loftslagssamningnum fyndist mér út í hött að rjúka bara af stað og endurheimta votlendi af því að það er stærsti pósturinn. Það er líka heilmikið mál að snúa því öllu við. Þó að það sé auðvelt að endurheimta votlendi í sjálfu sér þá þyrftum við að endurheimta mjög stórt svæði. Við gerum það ekkert einn, tveir og þrír. Við þurfum líka að nýta landið,“ segir hann.

Það sýni mun meiri ábyrgð og væri mun meira sannfærandi aðgerðapakki að hafa markmið um að draga úr losun í öllum flokkum loftslagssamningsins, þar á meðal bílaflotans, að mati Hlyns.

„Mér fyndist það óskaplega ódýrt að stökkva bara á þennan vagn, þó að ég sé því mjög fylgjandi því að endurheimta votlendi,“ segir hann.

Annar sérfræðingur sem mbl.is ræddi við í dag sagði að rök væru fyrir því að telja losun frá framræstu landi með í losunarbókhaldi Íslands en benti á óvissu um við hvað ætti að miða. Vísaði hann þar til misræmis á milli mældrar losunar og stuðla loftslagssamningsins. Þá væri ekki hægt að bera blak af losun bíla með því að benda á eitthvað annað verra.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fella niður gjöld á ...
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill fella niður gjöld á bíla og eldsneyti.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Hlynur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hlynur Óskarsson, sérfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
mbl.is

Innlent »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Í gær, 18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

Í gær, 18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

Í gær, 17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

Í gær, 17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

Í gær, 17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

Í gær, 16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

Í gær, 16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

Í gær, 16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...