Brynjar Karl talar við einhverf börn

Legomeistarinn Brynjar Karl situr sjaldan með hendur í skauti og þessa dagana er hann ásamt Bjarney Lúðvíksdóttur, móður sinni, að vinna að gerð nokkurra netþátta um börn með einhverfu þar sem þau segja frá eigin reynslu og lýsa því hvernig líf með einhverfu er.

Í vikunni heimsótti hann Snævar Örn sem er níu ára gamall einhverfur Kópavogsbúi og mbl.is ræddi við þá félaga um markmiðið með þáttunum og hvernig það getur verið snúið að vera einhverfur.

Ýmislegt er í fari einhverfra krakka sem öðrum þykir skrýtið og er algengt að þeir eigi í erfiðleikum með að eignast vini. Á dögunum heimsótti Brynjar Karl annan strák sem heitir Snævar Ingi en hann þurfti m.a. að skipta um skóla til að samskipti við aðra krakka kæmust í betri farveg. 

Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn um Snævar Inga sem gefur góða innsýn í líf hans. Hann hefur t.d. óstjórnlega þörf til að stilla hljóðið í sjónvarpinu á sléttar tölur og hann þarf að opna glugga og loka þeim margoft áður en hann getur skilið við þá.

Allir þættirnir verða sýndir á mbl.is á næstunni.

Annars er það að frétta af Brynjari Karli og Titanic-skipinu sem hann smíðaði úr Lego-kubbum að hann er á leið til Noregs í næstu viku þar sem skipið verður sett upp og sýnt en það hefur verið í Svíþjóð frá því í sumar.

v

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert