Búist við mildum vetri á norðlægum slóðum

Ekkert frost í kortunum.
Ekkert frost í kortunum. Skjáskot/Veðurstofan

Búast má við hlýrra veðri á Íslandi næstu daga en verið hefur síðustu daga. Mjög kalt var í veðri í gærmorgun en upp úr hádegi hlýnaði um allt land og fór hitinn upp fyrir frostmark víðast hvar um landið. Búast má við því að hlýindin haldi áfram allt fram í næstu viku ef marka má langtímaspá veðurstofu Íslands. Í Reykjavík má t.a.m. búast við því að hitastig verði 4-10 gráður fram á sunnudag þó að því muni fylgja væta og nokkur vindur.

Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að veturinn hafi verið með mildasta móti það sem af er. „Eins og spárnar draga má segja að það sé varla að maður sjái frost í spám, þó að einhvers staðar gæti gert næturfrost. En yfir daginn verður meira og minna frostlaust næstu tíu daga samkvæmt spálíkönunum,“ segir Óli Þór.

Veðurvefur mbl.is

Nákvæmari en norskir

Hann gerir þó þann fyrirvara að á þessum árstíma séu spár alla jafna óstöðugar umfram 4-7 daga. „Ég vil meina að það sé vegna fellibylja. Þegar þeir koma inn í veðrakerfin fara líkönin svolítið á hliðina og ráða illa við að fá svona orkumikil kerfi inn í líkanakerfið. Þau verða því óstöðug eftir nokkra daga,“ segir Óli Þór. Hann segir að spákerfi fari þó batnandi með auknum reiknikrafti ofurtölva. „Fyrir 20 árum reiknuðu menn ekki allar breytur sem hægt væri að reikna því menn töldu sumar hafa það lítil áhrif að þeir eyddu ekki reiknikrafti í þær,“ segir Óli Þór.

Á stundum eru ólíkar spár sem koma frá norsku veðurstofunni, sem hægt er að nálgast á vefnum yr.no, og Veðurstofu Íslands. Óli Þór segir það helgast af því að spár Veðurstofu Íslands séu nákvæmari og taki fleiri þætti inn í reikninginn.

„Í grunninn er þetta nákvæmlega sama líkanið en fyrstu tvo til þrjá dagana erum við að keyra háupplausnarlíkön. Þar erum við að reikna staðalfrávik í kringum fjöll og annað slíkt sem móðurlíkanið, sem kemur fram frá Samevrópsku reiknistofunni í veðurfræði, gerir ekki. Það reiknar allan hnöttinn og er tiltölulega gróft líkan en svo erum við að keyra fíngerðara líkan ofan í það. Þar liggur stóri munurinn og við fáum meira af smáatriðum sem týnast í stóra líkaninu,“ segir Óli Þór.

Hann segist hafa lesið það í norskum miðlum að samkvæmt Samevrópsku reiknistofunni hafi verið búist við kaldara vetri en á meðalári fyrir mánuði. Nú hefur það hins vegar breyst og búist er við hlýrra veðri á norðlægari slóðum en á meðalári. „Nýjustu spárnar benda til þess að veturinn verði í mildari kantinum. Svo verður bara að bíða og sjá en hann byrjar á mildu veðri,“ segir Óli Þór.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »

„Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar

11:20 Meirihluti borgarstjórnar segir „vandræðalega erindisleysu“ Vigdísar Hauksdóttur hafa sóað tíma og fjármunum borgarinnar. Tvær milljónir króna hafi fallið á borgina vegna málaferla Vigdísar tengdra framkvæmd borgarstjórnarkosninga í fyrravor. Meira »

Opið hús á Bessastöðum

11:10 Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á morgun sem liður í Menningarnótt. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13 og 16. Meira »

„Seðlabankinn á varhugaverðri vegferð“

10:56 „Seðlabankinn er á varhugaverðri vegferð þegar hann er farinn að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að svona upplýsingar komi fyrir augu almennings,“ segir Ari Brynjólfsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, en stefna Seðlabanka Íslands gegn honum var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna vopnaðs ráns

10:48 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um vopnað rán í Reykjavík 25. júlí. Meira »

Tekur „burpee“ fyrir hvern þúsundkall

10:29 „Ein af mínum bestu vinkonum lenti í því hörmulega atviki í fyrra að missa dóttur sína eftir sjö mánaða meðgöngu. Gleym mér ei hjálpaði henni og kærastanum hennar í gegnum þennan erfiða tíma og ég er ótrúlega þakklát fyrir þá aðstoð sem þau fengu,“ segir Diljá Rut Guðmundudóttir, sem hleypur 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Stefna Seðlabankans tekin fyrir

09:52 Stefna Seðlabanka Íslands á hendur Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekin fyrir í morgun. Bankinn stefnir Ara til að fá felldan úr gildi úrskurð þess efnis að bank­an­um beri að veita Ara umbeðnar upp­lýs­ing­ar um náms­styrk til fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits. Meira »

Útvarp 101 verður símafyrirtæki

09:38 Útvarp 101 kynnir nýtt símafyrirtæki, 101 Sambandið. Sýn hf., Vodafone, kemur að rekstrinum og á helming. Líta má á nýjungina sem viðleitni Sýnar til þess að bjóða upp á hliðstæða leið Þrennu Símans. Meira »

Eldislax ekki veiðst

09:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Skólasetningin fer alltaf fram í Björnslundi

08:18 Norðlingaskóli var settur í 15. skipti í gær í útikennslustofu skólans í Björnslundi.  Meira »

Opnað á sameiningu

07:57 „Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur. Meira »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Súper sól
Súper sól Hólmasel 2, 209 Reykjavík, sími 587 0077...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......