Ræða þarf takmörkun tjáningarfrelsis

Eygló Harðardóttir hrósaði ugnu fólki sérstaklega fyrir að draga misrétti ...
Eygló Harðardóttir hrósaði ugnu fólki sérstaklega fyrir að draga misrétti fram í ljósið.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lagði áherslu á hatursorðræðu í upphafsræðu inni á Jafnréttisþing sem nú stendur yfir á Reykjavík Hilton-Nordica.

Sagði Eygló lýðræði ekki eingöngu snúast um kosningarétt og þau sjálfsögðu mannréttindi að geta haft áhrif á samfélagsþróun heldur um að jafna möguleika til þátttöku.

„Orð hafa áhrif og eru til alls fyrst. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu.“

Minntis Eygló sérstaklega á hatursorðræðu á veraldarvefnum sem hún sagði grafa undan lýðræðinu og kalla á aðgerðir t.d. hvað varðar dreifingu upplýsinga og nektarmynda sem gengur gegn friðhelgi einstaklinga og einkalífsins og elur á kynjamismunun.

„Við þurfum einnig að ræða hvenær getur talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis.“

„Fjölmiðlar endurspegla ekki raunveruleikann“

Eygló sagði að þrátt fyrir að Ísland væri nú, sjöunda árið í röð, í efsta sæti á 140 landa lista Alþjóðaefnahagsráðsins hvað kynjajafnrétti varðar væru enn ærin verkefni fyrir höndum. Þrátt fyrir viðunandi árangur á sviði stjórnmálanna sé völdum og áhrifum enn mjög misskipt milli kynja.

„Fjölmiðlar gegna hér lykilhlutverki. Þeir eiga að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins,“ sagði Eygló en hélt áfram og benti á að samkvæmt rannsóknum sem kynntar verða á þinginu eru mikil kynjaskekkja í fjölmiðlum hvað varðar fjölda viðmælanda, fréttamanna og stjórnenda.

„Fjölmiðlar endurspegla ekki raunveruleikann. Kynjuð og stöðluð framsetning um konur og karla og hlutverk þeirra vinnur gegn markmiði okkar um aukið jafnrétti- það gera líka auglýsingar sem birta snyrtar og afbakaðar ljósmyndir af konum og körlum og bjóða stúlkum og drengjum upp á takmarkað úrval fyrirmynda.“

Sagð Eygló mikilvægt að samfélagið héldi vöku sinni gagnvart því hvernig stöðluðum hlutverkum kynjanna er miðlað enda geti framsetning fjölmiðla haft áhrif á vaxandi klámvæðingu.

Ungt fólk í forgrunni

Hið feminíska siguratriði Hagaskóla í Skrekk hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarið. Stúlkurnar sem stóðu að atriðinu munu taka þátt í jafnréttisþinginu og vakti Eygló sérstaklega máls á mikilvægi ungs fólks í jafnréttisbaráttunni. Sagði hún hafa verið einstakt að fylgjast með þeim krafti sem einkennt hefur umræðu um jafnréttismál á Íslandi á árinu.

„Ungt fólk virðist í mörgum tilfellum verða áþreifanlega vart við ójafnrétti í sínu lífi og það hefur með undraverðum hætti náð að vekja athyli á misréttinu. Ungar konur hafa hvað eftir annað stigið fram og með margvíslegum aðferðum vakið athygli á því valdaójafnvægi sem þeim er gert að lifa við samkvæmt óskráðum reglum samfélagsins. Þær hafa mótmælt og krafist þess að birtingarmyndir kvenna og karla á opinberum vettvangi taki breytingum.“

Sagði Eygló að í nýrri framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum sem lögð verður fyrir Alþingi á þessu löggjafarþingi sé lögð sérstök áhersla á aukna þátttöku drengja og karla og að jafnréttismál taki í auknum mæli mið af breyttum hlutverkum karla á ýmsum hliðum samfélagsins. Lagði hún áherslu á mikilvægi þess að halda áfram að safna saman tölulegum upplýsingum.

„Þekking er undirstaða þess að við getum skilgreint og framkvæmt þau nauðsynlegu verkefni og ýtt til hliðar þeim hindrunum sem verið hafa á leið okkar að réttlátara samfélagi. Þekking er forsenda þess að opinber jafnréttispólitík geti náð markmiðum sínum.“  

Sigurhópur Hagaskóla á sviðið í lokakeppni Skrekks.
Sigurhópur Hagaskóla á sviðið í lokakeppni Skrekks. mbl.is
mbl.is

Innlent »

12 milljörðum ríkari

19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi fimmtudaginn 22. ágúst þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »

Ekki lengur óútskýrður launamismunur

15:05 Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar hjá Hafnarfjarðarbæ, samkvæmt niðurstöðu viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

4 mánuðir fyrir stuld á kjúklingabringum

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi vegna ítrekaðs búðarhnupls. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi frá 10. júlí síðastliðnum. Honum er einnig gert að greiða matvöruversluninni Krónunni rúmlega 130 þúsund krónur í skaðabætur auk vaxta. Meira »

Hlaupa fyrir „ofurmennin“

14:34 „Okkur finnst þau svo sterk og dugleg, bara eins og ofurmenni. Þau eru svo dugleg að geta farið í gegnum þetta,“ segja systurnar Katla og Salka Ómarsdætur sem munu hlaupa 3 km í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Systurnar eru 7 og 11 ára gamlar. Meira »

Sakar Guðrúnu og SA um lögbrot

14:05 Þrátt fyrir að stjórn VR hafi skipað fulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í samræmi við álit Fjármálaeftirlitsins neitar Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar sjóðsins, að tilkynna eftirlitinu um skipun nýrrar stjórnar og boða stjórnarfund. Þetta fullyrðir formaður VR. Meira »

Bílvelta við Núpstað

13:57 Suðurlandsvegi við Núpstað, til móts við Lómagnúp, hefur verið lokað tímabundið vegna umferðarslyss.   Meira »
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra, (Kerruvagn). Vel með farinn. Tilboð óskast...Sí...
Bílskúr, geymsla Hvalvík 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...