Einstök góðmennska í kjölfar harmleiks

Carmen Castillo og sonur hennar Erick Angel Castillo sem lést ...
Carmen Castillo og sonur hennar Erick Angel Castillo sem lést nýlega.

Stefán Ö. Magnússon, flugvirki í Dóminíska lýðveldinu, heyrði nýlega af því að að kona ein sem vinnur á sama flugvelli og hann missti 5 ára son sinn þegar hann drukknaði í læk á bak við húsið heima hjá sér. Vegna aðstæðna konunnar og skorts á stuðningsneti og velferðarkerfi mætti móðirin aftur til vinnu fimm dögum síðar og var þá upp á góðmennsku annarra starfsmanna á vellinum til að hafa ofan af fjölskyldunni fyrst um sinn, en konan sem heitir Carmen Castillo er einstæð móðir.

Stefán ákvað um helgina að biðja vini sína á Facebook um aðstoð með að safna saman örlitlum pening handa konuna, en eins og hann lýsir vinnur hún gífurlega mikið við þrif á flugvélum en fær um 30 þúsund krónur á mánuði.

Gríðarleg fátækt

Segir hann að gífurleg fátækt sé í landinu og að þjórfé sem sé mögulega andvirði 2 lítra kókflösku geti skipt marga sköpum í sinni lífsbaráttu. Þrátt fyrir það segir hann að það hafi komið sér á óvart hversu glaðir allir væru almennt, en heimamenn eiga það reglulega til að syngja í vinnunni og mikið sé hlegið.

Það hafi því slegið hann þegar hann heyrði af því að Castillo hefði misst son sinn og ekki síður þegar hún mætti nokkrum dögum seinna og hóf að vinna á ný þar sem bág fjárhagsstaða hreinlega kallaði á það. Sagði Stefán að augljós munur hafi verið þegar einn starfsmaðurinn sé svo svona harmi sleginn. Erfiða stöðu hennar hafi svo mátt sjá þegar hún bað samstarfsmann Stefáns um að lána sér 300 krónur til að eiga fyrir nauðsynjum fyrir sig og börnin sín þann daginn, þar sem hún hafði misst nokkra daga úr vinnu vegna fráfalls sonarins.

Margföld mánaðarlaun söfnuðust

Stefán lét Castillo sjálfur hafa smá pening en ákvað einnig að leita á náðir Facebook-vina sinna. Segist hann hafa búist við því að mögulega myndi hann ná að safna um 30 þúsund krónum og geta þannig hjálpað henni út mánuðinn. Viðbrögðin hafi aftur á móti verið mun betri en hann þorði að vona og í heild hafi safnast um 270 þúsund krónur frá 60 einstaklingum.

Söfnuninni lauk í vikunni og lét hann Castillo fá fjármunina í dag ásamt bréfi með nöfnum þeirra sem studdu hana. Segir Stefán að hún sé mjög trúuð og að líklega muni hún vilja þakka öllum þessum gjafmildu einstaklingum sem þekkja hana ekki neitt í bænum sínum á komandi dögum.

Djúpt snortinn og þakklátur

„Það er engin upphæð sem getur bætt fyrir missir hennar en að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan í sorgarferlið er mikils virði,“ segir Stefán og bætir við: „Ég persónulega er djúpt snortinn af þessum viðbrögðum og get ekki lýst hvað ég er þakklátur fyrir alla aðstoðina og það traust sem mér er sýnt.“

Stefán Ö. Magnússon segist hafa lært gífurlega mikið af fólkinu ...
Stefán Ö. Magnússon segist hafa lært gífurlega mikið af fólkinu í Dómíníska lýðveldinu og hvernig það tekst á við lífsbaráttuna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...