Ekki samkomulag um afgreiðslu mála

Stjórnarandstaðan hefur rætt ítarlega um fjárlagafrumvarp og einstaka stjórnarliðar lagt …
Stjórnarandstaðan hefur rætt ítarlega um fjárlagafrumvarp og einstaka stjórnarliðar lagt orð í belg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert samkomulag er á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu fjárlagafrumvarps næsta árs og afgreiðslu annarra mála og frestun þingfunda fram yfir áramót.

Önnur umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs stóð allan daginn í gær og fram á nótt.

Þingflokksformenn og forystumenn flokkanna hafa undanfarna daga verið að ræða óformlega um afgreiðslu mála. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, að samkomulag hafi ekki tekist.

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti störfum haustþings að ljúka með þingfrestun síðastliðinn föstudag, 11. desember. Ekki er hægt að fresta fundum fyrr en fjárlög hafa verið afgreidd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert