Eignirnar jukust um 822 milljónir á dag

Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða um áramótin verða um 3.200 milljarðar króna, eða um 300 milljörðum króna meiri en í ársbyrjun.

Þetta kemur fram í áætlun Gunnars Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, sem hann vann að beiðni Morgunblaðsins. Til samanburðar lækkuðu eignir sjóðanna um rúmlega 400 milljarða eftir efnahagshrunið haustið 2008.

Gangi þessi áætlun eftir munu eignirnar hafa aukist um 822 milljónir króna á hverjum einasta degi ársins. Gunnar segir lífeyrissjóðina hafa hagnast á hækkandi hlutabréfaverði, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »