Íbúðin illa farin eftir eldinn

Frá vettvangi, dýnan sem um ræðir sést liggja á lóðinni …
Frá vettvangi, dýnan sem um ræðir sést liggja á lóðinni vinstra meginn við innganginn. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur logar í íbúð Flúðaseli í Breiðholti samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Samkvæmt heimildum mbl.is er mikill liðsafli á svæðinu, jafnt sjúkrabílar sem og stærri slökkvibílar. Engar upplýsingar hafa þó fengist um umfang eldsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru slökkvilið tveggja stöðva við slökkvistörf í götunni. 

Uppfært 21:02

Búið er að ráða niðurlögum eldsins en nokkuð er þó af sóti og reyk í íbúðinni. Svo virðist sem kviknað hafi í rúmdýnu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði urðu engin slys á fólki. Íbúðin er hinsvegar þó nokkuð skemmd en verið er að reykræsta hana.

Frá vettvangi
Frá vettvangi mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert