Eldur í Hólmaslóð 4

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú á leiðinni að Hólmaslóð 4 í Reykjavík en tilkynnt var um reyk í húsinu. 

Í húsinu eru meðal annars fyrirtækin Vélar og skip ehf. og Brimrún ehf.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði virðist vera þónokkur eldur á annarri hæð hússins og búið er að senda inn reykkafara til að ganga úr skugga um að enginn sé í húsnæðinu. 

Tilkynning um eldinn barst kl. 15.36.  

Verið var að koma á fót aðstöðu fyrir súkkulaðiverksmiðju OmNom í húsinu og hafa framkvæmdir staðið yfir að undanförnu. Ýmis fyrirtæki leigja rými í húsinu. 

Uppfært kl. 16.02:

Svo virðist sem eldurinn sé ekki mjög umfangsmikill og er slökkvilið að verða búið að ná niðurlögum eldsins. 

Uppfært 16:18:

Eldurinn hefur verið slökktur.

Frétt mbl.is: Báðir eldarnir slökk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert