Hálka um allt land

Gera má ráð fyrir hálku um allt land.
Gera má ráð fyrir hálku um allt land. mbl.is/Malín Brand

Hálka og hálkublettir eru nokkuð víða á Suðurlandi en þó er þjóðvegur 1 greiðfær austur í Vík. Hálka eða hálkublettir eru á Vesturlandi og Vestfjörðum. Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða hálka en á Norðurlandi eystra og Austurlandi er hálka á nær öllum leiðum. Hálka er með suðausturströndinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna vinnu við brú á Litlu-Botnsá í Hvalfirði verður brúin lokuð um tíma og ekki hægt að aka að bílastæði hjá fossinum Glym en hægt verður að komast fótgandandi. Áætlað er að brúin verði lokuð til 1. febrúar.

Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00 - 18:00 til föstudagsins 29. janúar. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert