Spyr um samskiptavanda lögreglu

Rósa Björk Brynjólfsdóttir spyr hvort efla þurfi eftirlit með störfum …
Rósa Björk Brynjólfsdóttir spyr hvort efla þurfi eftirlit með störfum lögreglunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um samskiptavanda lögreglunnar.

Þar spyr hún hvort ráðherra telji að eftirlit þurfi að hafa með störfum lögreglunnar og hvort ráðherra ætli að bregðast við samskiptavanda meðal yfirmanna í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirspurn Rósu Bjarkar:

1. Hefur ráðherra áform um að bregðast við samskiptavanda meðal yfirmanna í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þá hvernig?

2. Hefur samskiptavandi innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða samskonar vandi í samskiptum milli lögregluembætta leitt til mistaka í aðgerðum lögreglu og ef svo er, hvaða dæmi eru um slíkt?

3. Telur ráðherra að mistök við rannsókn umfangsmikils fíkniefnamáls sem lyktaði með 11 ára fangelsisdómi yfir hollenskri konu kalli á sérstaka rannsókn á starfsháttum lögreglu?

4. Telur ráðherra þörf á að efla eftirlit með störfum og starfsháttum lögreglu og ef svo er, hvernig telur ráðherra rétt að haga því?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert