Eldsvoði í Kópavogi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum í Auðbrekku í nótt.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum í Auðbrekku í nótt.

Einn var fluttur til skoðunar á Landspítalann eftir eldsvoða í Auðbrekku um fimmleytið í nótt. Tilkynnt var um eld í trésmíðaverkstæði í Auðbrekku í Kópavogi rúmlega fimm í nótt og fóru slökkviliðsmenn af tveimur stöðvum á vettvang. 

Að sögn varðstjóra gekk greiðlega að slökkva eldinn en töluverður reykur var í húsnæðinu og er verið að ljúka við að reykræsta. Ekki er vitað um hversu mikið tjónið er en ekki var um mikinn eld að ræða heldur aðallega reyk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert