Ráðhús við Molann?

Í miðbæ Kópavogs, Salurinn til vinstri.
Í miðbæ Kópavogs, Salurinn til vinstri. mbl.is/Brynjar Gauti

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fela umhverfissviði bæjarins að kanna kostnað við að byggja ráðhús á menningartorfunni í miðbæ Kópavogs.

Húsið hefur verið hannað fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar á yfirbyggðu bílastæði fyrir framan menningar- og tómstundamiðstöðina Molann, gegnt Salnum.

Miklar umræður hafa verið í Kópavogi um framtíðarhúsnæði fyrir bæjarskrifstofur og einkum rætt um endurbætur á núverandi húsnæði við Fannborg eða að flytja starfsemina í skrifstofuturn í Smáranum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert