„Stuck in snow at Arnarstapi“

Það er ekki spurning að þessir vösku krakkar úr Laugarnesskóla …
Það er ekki spurning að þessir vösku krakkar úr Laugarnesskóla hefðu farið létt með að bjarga ferðamönnum út úr sköflum á Vesturlandi. mbl.is/Golli

Lögreglan á Vesturlandi fæst við ýmis verkefni og þau eru ófá sem snúa að vandræðum ferðamanna. Í einum smáskilaboðum sem lögreglunni bárust í vikunni sem leið stóð: „Stuck in snow at Arnarstapi“ en útköllin voru miklu fleiri en þetta.

„Erlendir ferðamenn voru að villast og festa sig, hér og þar í umdæminu eins og undanfarnar vikur. Lögreglan ræsti út einkaaðila til að aðstoða fólkið en ekki kom til þess að kalla þyrfti út björgunarsveitir, enda þær sparaðar til verðugri verkefna, þar sem enginn var talin í bráðri hættu. Sem dæmi um staði þar sem útlendingarnir voru í vandræðum má nefna; Laxárdalsveg, Uxahryggi, Jökulhálsleið, við Staðarstað, í Reykjadalsá, á Kvíabryggjuvegi og í einu SMS sem að barst til lögreglunnar stóð: „Stuck in snow at Arnarstapi“,“ segir í dagbók lögreglunnar á Vesturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert