Mesta snjódýpt á Akureyri frá 1995

Snjóruðningar hafa þrengt að listaverki Einars Jónssonar á mótum Hrafnagilsstrætis …
Snjóruðningar hafa þrengt að listaverki Einars Jónssonar á mótum Hrafnagilsstrætis og Eyrarlandsvegar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Víða er mikill snjór á austanverðu Norðurlandi en sjatnaði þó aðeins í hlákunni í fyrrinótt. Snjódýpt á Akureyri fór upp í 102 sentimetra en var 90 sentimetrar í gærmorgun, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings mun snjódýptin þar ekki hafa verið meiri síðan 1995. Áður hafði oft mælst þar meiri snjódýpt.

Á öðrum stöðum er ekki jafn langt síðan meiri snjór mældist, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Með því að skoða snjódýptarmælngar á vef Veðurstofu Íslands sést að í Reykjavík var snjódýptin aðeins 8 cm á mánudagsmorgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert