Fundað í álversdeilu eftir helgi

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ríkissáttasemjari hefur boðað til nýs fundar í Straumsvíkurdeilunni. Hann verður á mánudaginn klukkan 15.

„Það verður farið yfir stöðuna. Það voru spurningar sem menn eiga eftir að svara. Það verður athugað hvernig menn vilja fara í þessar  viðræður áfram,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar.

Næsta skip í höfn á þriðjudag

Búist er við því að næsta skip komi í höfn í Straumsvík á þriðjudaginn. Að sögn Kolbeins munu verkfallsverðir fylgjast vel með gangi mála. „Við verðum að bíða og sjá til hvernig fyrirtækið bregst við þegar næsta skip kemur,“ segir Kolbeinn.

Í skipinu verða afurðir sem eru notaðar til að vinna í álverinu og hefur fyrirtækið heimildir til að losa þær úr skipinu. Útskipun á áli frá álverinu er aftur á móti bönnuð samkvæmt verkfallinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert