Holurnar í götunum fleiri en í fyrra

Götur borgarinnar eru holóttari í ár en í fyrra.
Götur borgarinnar eru holóttari í ár en í fyrra. mbl.is/Golli

Ástand gatna á höfuðborgarsvæðinu er verra en í fyrra. Metnaðarleysi einkennir viðbrögð borgaryfirvalda í Reykjavík að mati Ólafs Guðmundssonar, varaformanns FÍB.

Hann segir að það vanti heildstæða áætlun um viðgerðir á götum og þjóðvegum. Þá séu vinnubrögð verktaka við malbikun óviðunandi og efni sem notað er, möl og bik, ekki fullnægjandi. Þörf sé á að setja strangari reglur í útboðstilkynningar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Tryggingafélögum berast í hverri viku tilkynningar um tjón á ökutækjum sem lent hafa í holum í gatnakerfinu. Tjón er ekki bætt ef veghaldari getur sýnt fram á að hann hafi ekki fengið tilkynningu um skemmdirnar á götunni. Aðeins fá tjón hafa fengist bætt. Mikilvægt er því að ökumenn láti Vegagerðina og sveitarfélögin vita um skemmdir sem þeir sjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert