Fleiri sveitir taka þátt í leitinni

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Kristinn

Göngumaður sem óskaði eftir aðstoð þegar hann var í villum á Fimmvörðuhálsi hefur enn ekki fundist. Fyrr í dag gaf maðurinn Neyðarlínu og lögreglu upp GPS-hnit með staðsetningu sinni en þeim bar ekki saman svo ekki er vitað nákvæmlega hvar hann var staddur.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa leitað á hálsinum í dag án árangurs. Síðdegis var kallað eftir aðstoð vélsleða og snjóbíla frá björgunarsveitum í Árnessýslu og nú er verið að fá slíkan liðsauka af höfuðborgarsvæðinu. Mikið kapp er lagt á að finna manninn sem fyrst.

Aðstæður á Fimmvörðuhálsi eru erfiðar, þar snjóar og skyggni er lítið sem ekkert og færi þungt.

Fyrri frétt mbl.is:

Leita manns á Fimmvörðuhálsi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert