Bændum í Árneshreppi fækkar um 30%

Í vetur hefur verið unnið að úrbótum í höfninni í …
Í vetur hefur verið unnið að úrbótum í höfninni í Norðurfirði á Ströndum, en þaðan er talsverð sjósókn yfir sumartímann. Ljósmynd/Oddný Snjólaug Þórðardóttir

Bændur á þremur bæjum í Árneshreppi á Ströndum hyggjast bregða búi næsta haust; á Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi.

Þetta er hátt hlutfall bænda í þessu fámenna sveitarfélagi, eða um 30%, en nú er búið þar með sauðfé á tíu bæjum. Bændurnir á Bæ og Finnbogastöðum eru meðal yngstu bænda í Árneshreppi og ljóst að meðalaldur íbúanna hækkar talsvert við brottflutning þeirra.

„Ég óttast að það sem er að gerast hér í þessu litla, afskekkta samfélagi sé nákvæmlega sama sagan og í svo mörgum öðrum sveitum landsins áður,“ segir Þorsteinn Guðmundsson á Finnbogastöðum, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert