Seinkar um sólarhring vegna veðurs

Stjórnendur Rio Tinto Alcan að störfum við útskipun á áli.
Stjórnendur Rio Tinto Alcan að störfum við útskipun á áli. mbl.is/Golli

Flutningaskipi sem koma átti í Straumsvík í gærkvöldi eða í morgun seinkaði um sólarhring vegna veðurs.

Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi.  

Stjórnendur í álverinu frá því frí í dag frá útskipun á áli en þeir hafa að undanförnu gengið í störf hafnarverkamanna sem eru í verkfalli.

Nýr fundur hefur ekki verið boðaður hjá ríkissáttasemjara.

Að sögn Gylfa Ingvarssonar, talsmanns starfsmanna í Straumsvík, ætlar hans fólk að hittast í dag til að fara yfir stöðuna. „Við funduðum fyrir helgi okkar megin. Við erum að meta stöðuna í framhaldi af því,“ segir Gylfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert