Vel miðar við dráttinn

Kristín GK .
Kristín GK . mbl.is/Sigurður Bogi

Vel miðar við að draga fiskiskipið Kristínu GK 457 til hafnar en varðskipið Þór er með skipið í togi á leið til hafnar í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að skipin verði komin til hafnar síðdegis í dag eða kvöld.

Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar fékk síðdegis í gær beiðni um aðstoð frá fiski­skip­inu Krist­ínu GK 457 sem varð vél­ar­vana um 44 sjó­míl­ur vest­ur af Látra­bjargi.

Varðskipið Þór sem statt var um 68 sjó­míl­ur frá vett­vangi hélt þegar á staðinn og var komin að Kristínu seint í gærkvöldi. Ekkert amar að áhöfn Kristínar og er hún um borð í skipinu. 

Krist­ín GK 457 er 400 brútt­ót­onna fiski­skip og 42 metr­ar á lengd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert