Vegakerfið liggur undir skemmdum

Bundið slitlag er á stórum hluta vegakerfisins. Ekki hefur verið …
Bundið slitlag er á stórum hluta vegakerfisins. Ekki hefur verið hægt að sinna eðlilegu viðhaldi á því. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Núverandi fjárveitingar nægja varla til að verja vegakerfið skemmdum og halda uppi viðunandi þjónustu. Frekari endurbótum er því frestað um sinn.“

Þannig segir í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Þar kemur fram að árleg fjárþörf til viðhalds og þjónustu þjóðvega sé metin um 11 milljarðar króna, sé horft til lágmarksaðgerða í styrkingum og endurbótum.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni er áætlað að hækka árlegar fjárveitingar til viðhalds og þjónustu um um það bil 1,5 milljarða á ári miðað við fjárveitingu ársins 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert