Bjarni birtir upplýsingar um skattskil

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur birt upplýsingar um skattskil sín frá 2013, þegar hann tók sæti í ríkisstjórn. Hann hefur einnig birt upplýsingar um skattskil sín á árunum 2007, 2010 og 2011 vegna aflandsfélagsins Falson & Co.

Tekj­ur Bjarna voru í skattframtali þessa árs 16.354.750 kr. og í fyrra 15.097.114 kr.

Í bréfi frá Árna Snæbjörnssyni, löggiltum endurskoðanda, sem Bjarni birtir einnig segir að staðfest sé að í skattframtali 2007 vegna tekjuársins 2006 sé gerð grein fyrir fjárfestingu í Falson & Vo. Fjárfesting þessi var samtals að fjárhæð 33.334.280 kr.

Í skattframtali 2010 vegna tekjurársins 2009 er gerð grein fyrir greiðslu frá Falson & Co að fjárhæð 26.189.051 kr. Ári síðar er félagið fært út, þar sem það hafði verið niðurlagt og gerð grein fyrir tapi að fjárhæð 7.145.229 kr. af viðskiptum með bréf í Falson & Co.

Þá segir einnig: „Við staðfestum jafnframt að eftirgreindar upplýsingar eru samkvæmt innsendum skattframtölum og álagningu opinberra gjalda vegna þeirra. Um er að ræða yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þínar á tekjuárunum 2013 – 2015. Einnig er yfirlit yfir álagðan og greiddan tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt vegna sömu tekjuára.“

Fylgir í fótspor annarra

Með þessu fylgir Bjarni í fótspor Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, Eyglóar Harðardóttur, félagsmála- og húsnæðisráðherra og Birgittu Jónsdóttur, formanns Pírata sem birt hafa upplýsinga úr framtölum sínum. 

Upplýsingar úr skattframtölum Katrínar eru skráðar inn á vef Vinstri grænna undir hagsmunaskráningu Katrínar. Ekki er um að ræða afrit af skattframtalinu heldur er búið að setja inn upplýsingar úr því handvirkt. Eygló Harðardóttir birtir upplýsingar úr framtali sínu á ráðherrasíðu sinni. 

Frétt mbl.is: Árni Páll birtir skattagögn

Frétt mbl.is: Birgitta birtir skjáskot af skattaframtali

Þetta gerir hann á Facebook-síðu sinni. 

Þar segir: 

„Ég hef áður gert grein fyrir því hvernig það kom til að ég eignaðist hlut í félaginu Falson & Co. Meðfylgjandi er yfirlýsing frá endurskoðanda mínum sem staðfestir það, sem ég hef áður tekið fram, að ég gerði að sjálfsögðu grein fyrir málinu gagnvart skattyfirvöldum.

Mér finnst bæði eðlilegt og skiljanlegt að gerðar séu miklar kröfur til forystumanna í stjórnmálum. Hér fylgir því jafnframt yfirlit yfir allar skattskyldar tekjur þau ár sem ég hef gegnt ráðherraembætti.“

Af Facebook-síðu Bjarna Benediktssonar
Af Facebook-síðu Bjarna Benediktssonar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert