Öryggi sjúklinga ógnað

Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er óviðunandi og stofnar öryggi sjúklinga og starfsmanna í hættu, að sögn Rögnu Gústafsdóttur, deildarstjóra bráðamóttökunnar. Samfara fullri bráðamóttökustarfsemi er þar nú rekin heil legudeild án þess þó að rými hafi aukist eða starfsmannafjöldi sé í samræmi við álagið.

Um tuttugu manns liggja nú inni á bráðamóttökunni daglega í allt frá einum upp í fimm sólarhringa, en eðlilegt stopp þar ætti ekki að vera meira en 4 til 6 klukkutímar. „Þetta eru sjúklingar sem hafa lokið meðferð hér en komast ekki áfram inn á spítalann,“ segir Ragna. Mest er þetta aldrað fólk sem er að bíða eftir að komast á lyflækningadeild en þar er allt yfirfullt sem stendur. Ragna segir aldraða þurfa ró og næði og öðruvísi umönnun en hægt sé að veita á yfirfullri bráðadeild.

„Það er allt í lagi að fólk viti að það er ekki í lagi að bjóða upp á svona þjónustu,“ segir Ragna í samtali við Morgunblaðið í dag.

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans, segir að heilmikið sé verið að vinna í flæðismálum innan spítalans og að finna fleiri úrræði fyrir aldraða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »