Tími leyndarinnar liðinn

Akaash Maharaj, framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu.
Akaash Maharaj, framkvæmdastjóri alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu. mbl.is/Eggert

Panamaskjölin sýna að tími leyndarinnar er liðinn, að mati Akaash Maharaj, framkvæmdastjóra alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu. Hann segir lofsvert að íslenska þjóðin hafi krafist afsagnar forsætisráðherra og að hann hafi orðið við kröfunni. Stjórnvöld þurfi að grípa til aðgerða gegn huldufélögum.

Maharaj ræddi um hvað lýðræðisríki geta gert til þess að koma böndum utan um nafnlaus huldufélög sem eru skráð á aflandssvæðum á ráðstefnu um mannréttindi, lýðræðislega ábyrgð, fullveldi ríkja og alþjóðlega stjórnun í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hann er framkvæmdastjóri GOPAC, alþjóðlegra samtaka þingmanna gegn spillingu.

Í samtali við mbl.is segir Maharaj að það alvarlegasta sem hafi komið fram í Panamaskjölunum sé ekki bara net aflandsfélaga sem afhjúpað var þar heldur fjöldi huldufélaga þar sem raunverulegu eignarhaldi er leynt. Áætlað sé að ríki heims verði af 3,1 milljón milljóna dollara á hverju ári vegna skipulagðra skattaundanbragða, ekki aðeins vegna aflandsfélaga þó.

Gáleysi af stjórnmálamönnum að eiga í aflandsfélögum

Birting Panamaskjalanna hefur leitt í ljós að heimsþekktir einstaklingar, þjóðarleiðtogar, athafnamenn og fleiri hafi átt félög í skattaskjólum, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra.

Maharaj telur það gáleysislegt af stjórnmálamönnum að eiga hlut í félögum af þessu tagi, ekki síst á tímum þegar mikið vantraust ríkir gagnvart stjórnmálunum, stjórnmálamönnum og opinberum stofnunum.

„Það er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálaleiðtogar fari fram með góðu fordæmi og sýni að þeir hafi ekkert að fela. Á endanum hafa þeir sem gegna háum embættum skyldu til að sýna fram á heiðarleika sinn fyrir almenningi. Það er ekki almennings að gera ráð fyrir heiðarleika þeirra,“ segir hann.

Frá ráðstefnunni sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar ...
Frá ráðstefnunni sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu í dag þar sem Maharaj var einn frummælenda. mbl.is/Eggert

Gróf undan trausti með að upplýsa ekki um hagsmuni

Spurður um mál Sigmundar Davíðs sem varð uppvís að því að hafa átt hluti í aflandsfélaginu Wintris sem átti kröfur á hendur öllum föllnu bönkunum segist Maharaj telja að fyrrverandi forsætisráðherra hafi gert rétt með því að víkja.

„Það ber íslensku þjóðinni góða sögu að hún hafi krafist þess að hann segði af sér. Það ber honum góða sögu að hann hafi sagt af sér,“ segir Maharaj.

Hann leggur áherslu á að engar vísbendingar hafi komið fram um að Sigmundur Davíð hafi staðið í skattaundanskotum eða ólöglegum fjármálagerningum. Það sé þó í raun aukaatriði því sú staðreynd að ráðherrann fyrrverandi hafi átt í félagi, sem tengdist þar að auki uppgjöri föllnu bankanna, og að hann hafi ekki upplýst um það hafi grafið undan trausti almennings.

„Kjarni lýðræðisins er gegnsæi. Almenningur á rétt á gera ráð fyrir því að fólkið sem þjónar honum komi hreint fram og af gegnsæi um alla hagsmuni sína og hann á rétt á að hafa efasemdir um stjórnmálaleiðtoga sem hefur ekki komið hreint fram um hagsmuni sína. Það eru sannarlega lögmætar ástæður fyrir því að eiga eignir erlendis en ef þú ert ekki opinn með eignarhald þitt á þeim þá hefur fólkið rétt á að gruna að ástæður þínar séu ekki lögmætar,“ segir Maharaj.

Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali þar sem hann var ...
Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali þar sem hann var spurður um aflandsfélagið Wintris. Skjáskot/SVT

Banni huldufélögum að hafa umsvif

Brýnt er fyrir ríki heims að láta til skarar skríða gegn huldufélögum, að mati Maharaj. Samtökin sem hann er í forsvari fyrir hafa lagt fram tillögur í þeim efnum en þar ber helst að lönd taki upp opinbera hagsmunaskráningu þar sem skylt yrði að skrá eigendur og stjórnendur huldufélaga.

Maharaj telur hins vegar óumflýjanlegt að jafnvel við kjöraðstæður yrðu alltaf einhver ríki sem höfnuðu því að taka upp slíka skráningu til þess að geta orðið miðstöð fyrir skráningar á huldufélögum. Því mæla samtökin einnig með því að lönd skyldi borgara sína til að gefa opinberlega upp eignarhald sitt á huldufélögum og banni slíkum félögum að stunda nokkra starfsemi, eiga eignir eða fjárfesta í fasteignum.

„Ef Ísland kæmi á hagsmunaskráningu en Cayman-eyjar ekki þá gæti Ísland ekki gert neitt til þess að neyða Cayman-eyjar til þess. Ísland gæti hins vegar sagt við íslenska borgara að ef þeir eiga hluti í aflandsfélögum á Cayman-eyjum verði þeir að gefa það upp við íslensk yfirvöld. Ríkisstjórn Íslands gæti sagt að öll huldufélög sem eru skráð annars staðar og eigendur og stjórnendur hafa ekki verið skráðir megi ekki stunda viðskipti á Íslandi, eiga eignir á Íslandi eða kaupa fasteignir,“ segir Maharaj.

Alls eru um 11,5 milljón skjöl að finna í pappírunum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama. Maharaj segir að það eigi eftir að taka sinn tíma fyrir blaðamennina sem hafa þau undir höndum að vinna úr þeim. Óumflýjanlegt sé að stjórnvöld, lögregla og skattayfirvöld í ríkjum heims fái gögnin afhent til að þau geti metið hvort að þeir einstaklingar sem nefndir eru í skjölunum hafi átt félögin í lögmætum eða ólögmætum tilgangi.

„Ef það eru ein skilaboð sem Panamaskjölin senda eru það sú að tími leyndarinnar er liðinn og einstaklingar sem hafa reitt sig á leyniskjöl og huldufélög til að stunda viðskipti gera sér grein fyrir því að sá tími er liðinn,“ segir Maharaj.

mbl.is

Innlent »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, munu ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag að því er segir á Facebook-síðu konungshallarinnar. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...