Reisa víkingaþorp í vetur

Sýningarskálinn verður hjarta víkingaþorpsins. Á daginn verður hann notaður fyrir …
Sýningarskálinn verður hjarta víkingaþorpsins. Á daginn verður hann notaður fyrir víkingasýningu og á kvöldin fyrir veitingasölu. Skálinn verður 137 fermetrar að stærð og er byggður á fornleifauppgreftri á Hrísbrú.

Bygging víkingaþorps gæti hafist í vetur á Langahrygg í Mosfellsdal en þar er stefnt á að reisa þorp í landnámsstíl.

„Þetta er búið að taka talsvert lengri tíma en það átti að gera en staðan er sú núna að þetta er í skipulagsferli hjá Mosfellsbæ,“ segir Hallgrímur Hólmsteinsson, stjórnarmaður í Stórsögu ehf., sem stendur á bakvið framkvæmdina.

Víkingaþorpið hefur verið lengi í skipulagsferli „Upprunalega átti verkefnið að vera á Þingvöllum, síðan fengum við lóð á Laugarvatni. Sumum fjárfestum hugnaðist ekki að hafa reksturinn á Laugarvatni og því fórum við að leita að nýjum stað og þá var okkur boðið land í Mosfellsdal og við erum nú búnir að vera að vinna að þessu í samstarfi við Mosfellsbæ á annað ár,“ segir Hallgrímur í fréttaskýring um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »