Isavia afhenti Kaffitári gögnin

Isa­via er op­in­bert hlut­afé­lag sem hef­ur yf­ir­um­sjón með Flug­stöð Leifs …
Isa­via er op­in­bert hlut­afé­lag sem hef­ur yf­ir­um­sjón með Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar og rek­ur Frí­höfn­ina. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Isavia hefur afhent Kaffitári gögn sem varða samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð. Kaffitár krafðist þess að fá gögnin eftir að hafa ekki fengið áframhaldandi rekstrarleyfi í flugstöðinni eftir útboðsferli Isavia 2014, þar sem fyrirtækið fékk engan rökstuðning fyrir einkunnagjöfinni sem réð því hvort fyrirtækið fengi verslunarpláss.

Í frétt á vef Isavia segir að gögnin hafi verið boðsend í morgun á skrifstofu Kaffitárs. Samkeppniseftirlitið hefur varað Kaffitár við því að taka við gögnunum, þar sem viðtaka þeirra gæti verið brot á samkeppnislögum og beindi þeim tilmælum til Isavia og Kaffitárs að „leita allra mögulegra leiða til að veita Kaffitári aðgang að þeim upplýsingum sem gera félaginu kleift að gæta að réttarstöðu sinni án þess að sú upplýsingamiðlun gangi svo langt að samkeppni sé raskað.“

Isavia segir Kaffitár hafa hafnað boði um að setjast yfir gögnin og segir hendur fyrirtækisins hafa verið bundnar í málinu, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað að Isavia bæri að láta gögnin af hendi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert