Einkasjúkrahús og hótel fyrir 54 milljarða

Að baki verkefninu er spænski hjartalæknirinn Pedro Brugada.
Að baki verkefninu er spænski hjartalæknirinn Pedro Brugada. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mosfellsbær hefur nú bæst í hóp sveitarfélaga sem félagið MCPB ehf. hefur formlega til skoðunar sem staðsetningu fyrir nýtt einkasjúkrahús og hótel. MCPB er í eigu hollenska félagsins Burbanks Capital.

Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 400 milljónir evra, eða um 54 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Gunnars Ármannssonar, læknis og stjórnarmanns í MCPB, standa viðræður yfir við nokkur sveitarfélög en formlegt erindi hafði áður verið sent Kópavogi og Garðabæ og verið samþykkt að hefja viðræður. Gunnar gerir ráð fyrir að málið verði tekið upp á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka