Verður ævintýrið haldið í óleyfi?

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við ...
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur neitað að greiða kostnað vegna löggæslu við hátíðina í ár.

Hið árvissa Síldarævintýri á Siglufirði á, samkvæmt dagskrá, að hefjast í kvöld, þrátt fyrir að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi ekki gefið hátíðinni jákvæða umsögn fyrir sýslumanni. Slík umsögn er forsenda skemmtanaleyfis.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir bæinn, lögum samkvæmt, hafa sótt um tækifærisleyfi hjá sýslumanni.

„Hann sendi síðan málið til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sem nú hefur gefið neikvæða umsögn. Fyrir jákvæðri umsögn setur hann það skilyrði að bærinn borgi löggæsluskatt upp á 180 þúsund krónur,“ segir Gunnar og bætir við að bærinn hafi hafnað því þar sem ekki liggi fyrir lagastoð fyrir slíkri gjaldheimtu.

„Það toppaði svo allt saman þegar aðstoðarlögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hringdi í deildarstjórann okkar og hótaði að hann myndi loka á hátíðina.“

Fordæmi fyrir gjaldtökunni

Umræddur aðstoðarlögreglustjóri, Eyþór Þorbergsson, segir lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald frá árinu 2007 vera skýr hvað þetta varðar.

„Í þeim er gert ráð fyrir að lögreglustjórum sé heimilt að rukka þá sem standa fyrir svona hátíðum um kostnað vegna viðbótarlöggæslu. Og í þessu tilviki er gjaldheimtan mjög væg,“ segir Eyþór og bætir við að engu skipti hvort hátíð sé haldin í atvinnuskyni eður ei. Þá sé sömuleiðis fordæmi fyrir gjaldtökunni.

„Við höfum alltaf tekið gjald, sem við tökum einnig fyrir aðrar hátíðir í þessu umdæmi,“ segir Eyþór og nefnir Fiskidaginn mikla á Dalvík, Mærudaga á Húsavík og aðrar hátíðir á Akureyri sem dæmi.

„Aðstandendur þeirra hátíða hafa þurft að borga 600 þúsund krónur. En á Siglufirði telja þeir sig ekki þurfa að borga neinn löggæslukostnað, sem við setjum sem skilyrði fyrir veitingu leyfisins.“

Embættið hefur metið löggæslukostnað við hátíðina á 1.550.094 krónur, en áætlað er að lögreglan verði á sólarhringsvakt og fimm menn á sama tíma, þegar mest verði.

„Venjulegur kostnaður á Siglufirði um helgar nemur hins vegar 143.286 krónum. Svo að þessar 180 þúsund krónur eru ekki há upphæð í þessu sambandi. Við vitum náttúrlega ekki hversu margir munu mæta og við verðum að vera viðbúnir því sem gæti komið upp.“

Eyþór er snöggur til svara þegar hann er spurður hvað lögreglan muni gera, haldi bæjaryfirvöld ótrauð áfram með hátíðarhöldin.

„Þá bara kærum við bæjaryfirvöld og lokum skemmtuninni.“

Munu halda hátíðina sama hvað

Bæjarráð Fjallabyggðar sendi á miðvikudag bréf til innanríkisráðuneytisins, samkvæmt leiðsögn sýslumanns. Í ljós kom þó síðdegis í gær að erindið átti heldur að senda á atvinnuvegaráðuneytið. Var það áframsent þangað og bíður ráðið því enn svara um hvað gera skuli.

„Þessi gjaldtaka, sem er ákveðin af lögreglustjóranum án lagaheimilda, er alveg með ólíkindum,“ segir Gunnar. „Við munum ekki sætta okkur við að löggæslukostnaði sé velt yfir á sveitarfélögin í landinu.“

Eins og áður sagði hefst hátíðin samkvæmt dagskrá klukkan átta í kvöld.

„Ég byrja á að setja hana formlega uppi á sviði. Það verður þá eitthvert fjör. Ég þarf að setja á mig brynju og finna lífverði,“ segir Gunnar og hlær, en bætir við: „Nei, ætli maður leggi nokkuð í það. Þetta er auðvitað algjört rugl. En við munum halda hátíðina, sama á hverju gengur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

Í gær, 16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

Í gær, 16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

Í gær, 16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

Í gær, 16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

Í gær, 16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

Í gær, 15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/9, 1/...
Sumardekk 15 tommu
Ágætis sumardekk til sölu. 195/60R15 Verðhugmynd 22. þús Hægt að hafa sam...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...