Gengið til þinghúss undir ættjarðartónum

Guðni Th. Jóhannesson og föruneyti halda í þinghúsið að athöfn …
Guðni Th. Jóhannesson og föruneyti halda í þinghúsið að athöfn lokinni. mbl.is/Júlíus

Helgistund í Dómkirkjunni er nú lokið og forseti Íslands, ásamt forseta Hæstaréttar, forsetafrú, biskupi, fráfarandi forseta, forsætisráðherra og öðru föruneyti, hefur haldið í alþingishúsið á ný þar sem Guðni Th. Jóhannesson verður svarinn í embætti sem sjötti forseti lýðveldisins.

Á Austurvelli lék Lúðrasveit Reykjavíkur ættjarðarlög meðan prúðbúinn hópur gesta gekk í þinghúsið á ný. Mikill mannfjöldi er nú samankominn á Austurvelli til að hylla nýjan forseta og er andrúmsloftið hátíðlegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina