Ný vísbending sögð sanna sakleysi Sævars Ciesielski

Vísbendingin þykir styðja mjög við kröfuna um endurupptöku málsins.
Vísbendingin þykir styðja mjög við kröfuna um endurupptöku málsins.

Nýjar vísbendingar sem fram koma í óútgefinni bók blaðamannsins Jóns Daníelssonar eru sagðar sanna sakleysi Sævars Ciesielski og þar með annarra sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, einn verjenda sakborninga í málinu, en það er RÚV sem greinir frá málinu.

Endurupptökunefnd hefur fengið ítarlegar upplýsingar um málið en í óútkominni bók Jóns Daníelssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið er ljósi varpað á mögulega fjarvistarsönnun Sævars Marinós Ciesielski í Geirfinnsmálinu. Mun Sævar hafa sýnt fram á sakleysi sitt eftir að hafa setið í 21 mánuð í gæsluvarðhaldi þegar hann sendi saksóknara bréf um fjarvistir kvöldið sem hann átti að hafa myrt Geirfinn. Greinir Sævar frá því í bréfinu að umrætt kvöld hafi hann horft á þátt í sjónvarpinu og lýsir hann innihaldi þáttarins með nákvæmum hætti í bréfinu.

Sterk ábending jaðrar við sönnun

„Hún [vísbendingin] styður mjög við kröfuna um endurupptöku málsins, og sýnir að ekki voru ætíð rannsökuð nægilega vel þau atriði sem horfðu til sýknu sakborninganna, og það á við um þá alla,“ segir Ragnar Aðalsteinsson í samtali við mbl.is.

Segir Ragnar að í þessu tilviki séu mjög sterkar ábendingar sem jaðra við sönnun þess að Sævar Marinó Ciesielski hafi verið heima hjá móður sinni þann 19. nóvember 1974,  kvöldið sem Geirfinnur Einarsson er talinn hafa horfið.

Byggist vísbendingin á því að Sævari tókst að lýsa heimildakvikmynd sem hann kveðst hafa horft á á heimili móður sinnar umrætt kvöld. Gat hann lýst það mörgum atriðum í myndinni að þykir sannfærandi að hann hafi séð myndina, „og þar sem hann var í einangrun þá er ótrúlegt að hann hafi getað fengið upplýsingar um þessa mynd annarsstaðar frá,“ segir Ragnar.

Vísbendingin var í skjölum málsins að sögn Ragnars, „en hvorki lögreglan, ákæruvaldið eða dómstólar gerðu nokkuð við þessar upplýsingar og létu undir höfuð leggjast að rannsaka þær eins og þeim var skylt.“

„Trúin á sekt þeirra var svo rík“

Ragnar segir að samskonar atvik hafi komið upp hjá einum fjórmenninganna svokallaðra en þá hafi strax farið fram rannsókn. Hafði einn þeirra horft á íþróttamynd þetta sama kvöld, rétt á undan heimildarmyndinni sem Sævar segist hafa séð. „Þá fór fram rannsókn að þessu tilefni en það var ekki gert í tilvikum Sævars Marinós og annarra, líklega vegna þess að trúin á sekt þeirra var svo rík,“ segir Ragnar.

Umrædd heimildamynd kom að sögn Ragnars á YouTube í fyrra og þess vegna er hægt að skoða hana núna sem ekki var hægt áður.

Að því er fram kemur í frétt RÚV er áætlað að bók Jóns Daníelssonar komi út í september en hann hefur lengi unnið að bókinni. Þá segir Jón Daníelsson við RÚV að fleiri vísbendingar muni koma fram í bókinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...