Ráðuneytið greip inn í

Mál Ragnheiðar Guðmundsdóttur og Ravi Rawad hefur vakið mikla athygli.
Mál Ragnheiðar Guðmundsdóttur og Ravi Rawad hefur vakið mikla athygli. mbl.is/Ásdís

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumönnum landsins bréf þar sem fram kemur að það hafi ástæðu til að ætla að nokkurs misræmis gæti í því hvers konar gagna sýslumenn krefjist við könnun hjónavígsluskilyrða þegar um erlend hjónaefni er að ræða svo og hvernig þau gögn séu metin.

Ráðuneytið vísar í því sambandi til máls Ragn­heiðar Guðmunds­dótt­ur og Raví Rawad, sem sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu synjaði um leyfi til hjónavígslu þar sem hann taldi gögn ekki fullnægjandi, en ráðuneytið hefur með úrskurði sínum í dag snúið við þeirri niðurstöðu sýslumanns.

„Telur ráðuneytið að tilefni sé til að taka verklag og reglur á þessu sviði til nánari skoðunar með það að markmiði að tryggja samræmda og góða stjórnsýslu. Mun ráðuneytið eiga frumkvæði að því að það verði gert,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Bréfið má lesa hér

mbl.is