Eitt lífeyriskerfi fyrir allan vinnumarkaðinn

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir sem miða að samræmdu og ...
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti aðgerðir sem miða að samræmdu og sveigjanlegra lífeyrissjóðakerfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir allt launafólk á Íslandi, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði var kynnt í dag á fundi forsætis- og fjármálaráðuneytisins. Með breytingunni mun ríkið gera upp tugmilljarða halla á opinbera lífeyriskerfinu, lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 í 67 ár og launafólki verður gert auðveldara fyrir að færa sig á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er á starfsævinni. Með þessu eru launakjör á milli markaðanna samræmd og jöfnuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt er á vef fjármálaráðuneytisins.

Breytingarnar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna taka til A-deildar lSR (Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins) og Brúar (Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga). Um 35.000 manns greiða í þessa tvo sjóði.

Taki gildi 1. janúar á næsta ári

Í samkomulaginu er kveðið á um samræmingu og jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Í því felst einnig að unnið verði að því að jafna mismun á launakjörum á milli þessara geira vinnumarkaðarins. Miðað er við að eftir að breytingar hafa verið gerðar á lögum um LSR og samþykktum Brúar búi allir við sama fyrirkomulag í lífeyrismálum og geti fært sig milli lífeyrissjóða hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á réttindi þeirra.

Frumvarp sem byggir á samkomulaginu verður lagt fram á Alþingi í vikunni. Ríkisstjórn hefur þegar samþykkt málið og það hefur að auki verið kynnt fulltrúum allra flokka á Alþingi. Verði frumvarpið að lögum taka breytingarnar gildi 1. janúar 2017, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu nýja kerfið í dag.
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynntu nýja kerfið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

120 milljarða framlag ríkisins til LSR og Brúar

Tryggja á réttindi sjóðsfélaga í LSR og Brú með 120 milljarða framlagi ríkis og sveitarfélaga í sérstaka lífeyrisaukasjóði, en þar af mun ríkið gjaldfæra 91 milljarð á yfirstandandi ári. Þessi eingreiðsla er sambærileg við núvirði þeirra skuldbindinga sem ella myndu falla á ríkið síðar

Með sérstökum samningi, sem gerður er samhliða samkomulagi allra aðila opinbers vinnumarkaðar, tekur ríkið að sér að greiða hlutdeild sveitarfélaga í skuldbindingum A-deildar LSR sem eru 20,1 milljarðar. Heildarkostnaður hins opinbera eykst því ekki umfram það sem óbreytt fyrirkomulag kallar á.

Tekið er fram að fjármögnunin geti komið til vegna aðstæðna í ríkisfjármálum á yfirstandandi ári, einkum vegna stöðugleikaframlags frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja og óreglulegra arðgreiðslna. Þrátt fyrir mikla gjaldfærslu gerir ráðuneytið ráð fyrir að afgangur verði af rekstri ríkissjóðs á árinu upp á 330 milljarða króna.

Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna hækkaður í 67 ár

Í tilkynningunni kemur fram að tugmilljarða halli sé á tryggingafræðilegri stöðu lífeyrissjóða opinberra starfsmanna vegna aldurssamsetningar sjóðsfélaga. Með þessu samkomulagi verður hann úr sögunni að sögn ráðuneytisins. Samhliða þessari fjármögnun verður ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á réttindum í A-deild LSR og Brúar afnuminn.

Auk fyrrnefndra atriða verður gerð breyting á aldurstengingu réttinda. Verðu grundvallarregla líkt og verið hefur á almennum markaði síðastliðinn áratug og lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67. Tryggt er að núverandi sjóðfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti eftir sem áður farið á eftirlaun 65 ára, ef þeir svo kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Óbrotnir eftir fallið

12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Þjófurinn skilaði úrinu og baðst afsökunar

11:24 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið erfðagripur sem ónefndur maður kom með á lögreglustöðina í Kópavogi. Um vasaúr úr gulli var að ræða og sagði maðurinn að þetta væri gamalt þýfi. Í bréfinu sem fylgdi úrinu var beðist fyrirgefningar á hversu seint því væri skilað, en betra væri seint en aldrei. Meira »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »

Þurfi að endurskoða sínar ávísanavenjur

10:03 Draga verður úr ávísunum tauga- og geðlyfja til að sporna við andlátum vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi. Margir læknar sem ávísa lyfjum eins og fentanyl, morfíni, metylfenidati, tramadóli, Parkódín forte og oxýkódoni þurfa að endurskoða sínar ávísanavenjur. Meira »

Steypir heilbrigðiskerfinu ef ekkert er gert

09:55 „Það slær mann hversu lítinn stuðning kerfið býður fólki, það er óhóflega löng bið í öll úrræði og margir aðstandendur eru búnir á sál og líkama,“ segir Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknir Meira »

Ungt par tekið með kókaín í Leifsstöð

09:24 Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar ungt íslenskt par kom til landsins með tvær ferðatöskur sem í voru falin á fjórða kíló af kókaíni. Parið var að koma frá Tenerife 10. mars síðastliðinn þegar lögregla handtók það í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl

08:20 Hollenski ofurhuginn Edwin ter Velde ætlar er búinn að smíða sólarknúinn bíl úr endurunnu plasti sem hann hyggst keyra 2300 km leið á Suðurpólnum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Arctic Trucks sem mun fylgja með eigin bíl og mann. Bíllinn hefur að undanförnu verið í prófunum hér á landi. Meira »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermál...
Til leigu 60 m2 kjallaraíbúð í Kópavogi
Leigist með hluta af húsgögnum. Leiga 150.000 á mánuði, einn mánuður í tryggingu...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...