Ekki sókn heldur leiðrétting

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sagði önnur mál liggja óbætt hjá garði, …
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sagði önnur mál liggja óbætt hjá garði, t.d. viðhald í skólum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna harðlega með hvaða hætti meirihlutinn í borgarstjórn tilkynnti um aukin fjárframlög til skólamála í borginni. Á borgarstjórnarfundi sem nú stendur yfir sögðu þeir að ekki væri um að ræða stórsókn í skólamálum eins og lagt hafði verið upp með, heldur leiðréttingu óraunhæfra hagræðingarkrafa sem gerðar hefðu verið í fjárhagsáætlun ársins 2016.

Kjartan Magnússon tók fyrstur til máls og byrjaði á því að gagnrýna fundarstjórn, þ.e. að hann hefði ekki fengið að tala á undan Skúla Magnússyni, formanni skóla- og frístundaráðs. Þá rakti hann í stuttu máli umdeildar breytingar á skólakerfinu á síðasta kjörtímabili, m.a. sameiningu skóla, og sagði að þær hefðu átt að vera víti til varnaðar. Skólakerfið hefði verið laskað eftir þær aðgerðir og viðkvæmara en ella.

Halldór Halldórsson spurði að því af hverju stærðarhagræðingin í borginni …
Halldór Halldórsson spurði að því af hverju stærðarhagræðingin í borginni kæmi eingöngu fram í fræðslu- og uppeldismálum. Spurði hann í framhaldinu að því hvort það gæti verið að borgin væri einfaldlega að leggja of lítið í málaflokkinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Lúalegt“ og „orðagjálfur“ voru orð sem Kjartan og Halldór Halldórsson notuðu  um það hvernig meirihlutinn hefði kynnt aðgerðaáætlun sína í skólamálum en þeir og Marta Guðjónsdóttir voru sammála um að í raun snérist áætlunin aðeins um að leiðrétta mistök sem hefðu verið gerð við vinnslu fjárhagsáætlunar þessa árs, en ekki gefa í að ráði.

Marta gagnrýndi meirihlutann fyrir að „slá sig til riddara“ og gorta sig af því að hækka fæðisgjaldið sem foreldrar bæru þó kostnaðinn af.

Kjartan og Halldór gagnrýndu einnig að talað hefði verið eins og minnihlutinn hefði átt einhverja aðkomu að málum, en þrátt fyrir að Sjálftæðisflokkurinn hefði átt fulltrúa í nefndum hefðu sjálfstæðismenn ekki átt aðkomu að né gætu þeir borið ábyrgð á fjárhagsáætlanagerðinni. Sagði Halldór að til þess að menn gætu verið þátttakendur og átt aðkomu að hagræðingartillögum eða tillögum á borð við þá um aðgerðaáætlunina, þyrfti menn að fá tækifæri til þess.

Marta Guðjónsdóttir lagði fram tillögu um að skólamáltíðir yrðu bornar …
Marta Guðjónsdóttir lagði fram tillögu um að skólamáltíðir yrðu bornar á borð í ráðhúsinu svo borgaryfirvöld gætu haft eftirlit með gæðum máltíðanna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borgarstjóri er í blekkingarleik, sagði Kjartan. Hann sagði ný fjárframlög í raun nema um 67 milljónum í stað þeirra um 700 milljónir sem rætt hefur verið um. Þá sagði hann skólastjórnendur vissulega ánægða, en það væri vegna þess að loks væri hlustað á þá.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skaut til baka á Kjartan og sagði dæmi sem hann tók úr landsmálapóltíkinni ekki fjarri sanni. Sagði hann að sér virtist ekki að það væri rétt að menn væru tilneyddir til að leiðrétta hallarekstur, eins og Kjartan  hélt fram. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði til dæmis ekki tilkynnt um aðgerðir vegna fjárhagsstöðu hjúkrunarheimilanna þótt þau hefðu verið rekin með miklum halla undanfarin ár.

Þá sagði Dagur Sjálfstæðisflokkinn vilja snúa sögunni við. Fulltrúar hans hefðu ekki kallað eftir útgjöldum í skóla- og velferðarmálum, þvert á móti hefðu þeir ítrekað kallað eftir hagræðingu og viljað verja mismuninum í skattalækkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka